Nanna EinarsdóttirÚthlutað var úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents við hátíðlega athöfn í Skólabæ mánudaginn 21. desember síðastliðinn. Styrkinn hlaut að þessu sinni Borgnesingurinn Nanna Einarsdóttir, BS-nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Styrkurinn fellur í skaut þeim verkfræðistúdent sem hæsta meðaleinkunn hefur eftir tvö fyrstu árin í grunnnáminu en Nanna hlaut 9,88 í einkunn. Nanna lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum …
Hinn guðdómlegi gleðileikur
“Hinn guðdómlegi gleðileikur um fæðingu Jesú Kristí,” var fluttur í Borgarnesi í kvöld, hinn þriðja dag jóla. Þetta er í annað sinn sem þetta er gert en Kjartan Ragnarsson hefur haft veg og vanda að uppfærslunni. Ásamt honum samdi Unnur Halldórsdóttir verkið sem allt er flutt í bundnu máli. Dagskráin hófst með bænastund í Borgarneskirkju og síðan var gengið …
Jólakveðja frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Tónlistarskóli Borgarfjarðar óskar nemendum sínum, kennurum og velunnurm öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með bestu þökkum fyrir samverustundirnar á árinu sem er að líða.
Gleðileg jól
Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Jólaball í sal Menntaskóla Borgarfjarðar
Foreldrafélög leikskólanna Uglukletts og Klettaborgar, í samstarfi við Lionsklúbb Borgarness, Lionsklúbbinn Öglu og Menntaskóla Borgarfjarðar, halda jólaball þann 27. desember í Menntaskólanum kl. 11.00 – 13.00. Dansað verður kringum jólatréð og góðir gestir líta við og gleðja börnin. Útskriftarnemar Menntaskóla Borgarfjarðar sjá um kaffisölu á staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Vinna við menningararfinn
Óhætt er að segja að þarft verk í varðveislu menningarverðmæta hefur verið unnið í Safnhúsi Borgarfjarðar undanfarið. Í átaksverkefni greiddu af Borgarbyggð í samstarfi við Vinnumálastofnun fengust tveir viðbótarstarfskraftar í sex mánuði til að vinna að sérstökum verkefnum á Héraðsskjalasafni. Ráðnar voru þær Jenný Johansen og Þóra Þorkelsdóttir og hafa þær unnið við að flokka, skrá og búa um gömul …
Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum er opin um jól og áramót sem hér segir: Mán. 21. des. frá kl: 13.00 – 16.00 Þri. 22. des. frá kl: 13.00 – 16.00 og 18:45 – 21:45 Mán. 28.des. frá kl: 13.00 – 16.00 Þri. 29. des. frá kl: 18:45 – 21:45 Mið. 30.des. frá kl: 13.00 – 16.00 Gleðileg jól og velkomin í jólasund. Starfsmenn …
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi
Opið um jól og áramót sem hér segir: 23. des. Þorláksmessa – opið frá kl. 6.30 – 18.00 24. des. Aðfangadag – opið frá kl. 9.00 – 12.00 25. des. Jóladag – Lokað 26. des. Annar í jólum – Lokað 27. – 30. des. Venjuleg opnun. 31. des. Gamlársdagur – opið frá kl. 9.00 – 12.00 1. jan. …
Fjárhagsáætlun 2010 – hagræðing í rekstri Borgarbyggðar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 17. desember s.l. að vísa fjárhagsáætlun Borgarbyggðar til síðar umræðu sem fram fer 14. janúar n.k. Í forsendum fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar er gert ráð fyrir að útsvarstekjur lækki áfram á árinu 2010 sem og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ráðgert er að skatttekjur sveitarfélagsins lækki um rúmlega 4% og verði 1.632 milljónir. Álagningarprósenta fasteignaskatts …
Aðalskipulag í auglýsingu
Nú líður að því að nýtt aðalskipulag Borgarbyggðar verði auglýst formlega. Þetta verður í þriðja og síðasta skiptið sem íbúum gefst tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við skipulagstillöguna. Síðasta vor var skipulagið kynnt á fimm íbúafundum um allt sveitarfélagið og fólk hvatt til að koma með óformlegar athugasemdir. Úr þessum athugasemdum var unnið og síðan var skipulagið kynnt …