Stefnumót 2010 -01-28

janúar 28, 2010
Næstkomandi laugardag 30. janúar verður haldið “Stefnumót 2010” um atvinnu- og byggðarmál í Borgarbyggð og nágrenni. Þingið verður í Menntaskóla Borgarfjarðar og hefst kl. 10.00. Húsið opnar kl. 09.00 og boðið verður upp á léttan morgunverð. Þingið er opið öllu áhugafólki og eru íbúar hvattir til að koma og taka þátt en þarna gefst gott tækifæri til að hafa mótandi áhrif á framtíð samfélagsins okkar. Hér er hægt að sjá kynningu á “Stefnumótinu 2010” en með því að smella á “meira” er hægt að sjá alla dagskrána.
Athygli er vakin á að ákveðið hefur verið að gera hlé á dagskránni á meðan á leik Íslands og Frakklands á EM í handbolta stendur en hann verður sýndur á risaskjá í skólanum.
Dagskrá:
Húsið opnar kl. 9:00
kl. 9:30 – 10:00 Skráning og móttaka þátttakenda
Tekið á móti gestum með léttri tónlist og hressingu
kl. 10:00 Setning: Hildur M. Jónsdóttir
kl. 10:05 – 11:00 Framsöguerindi:
Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst
Svafa Grönfeldt fyrrv. rektor Háskólans í Reykjavík
Dögg Mósesdóttir framkv.stj. Northern Wave kvikmyndahátíðar í Grundarfirði
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir framkv.stj. Landnámsseturs í Borgarnesi
kl. 11:00 – 11:30 Kynning umræðuhópa og skipting í hópa
kl. 11:30: – 12:30 Umæðuhópar að störfum, fyrri hluti
kl. 12:30 – 13:15 Matarhlé
kl. 13:15 – 13:25 „Römm er sú taug..“
Ingvar E. Sigurðsson leikari
kl. 13:25 – 14:25 Umræðuhópar að störfum, seinni hluti
kl. 14:30 – 15:30 Niðurstöður umræðuhópa og drög að framhalds úrvinnslu
kl. 15:30 -Ráðstefnuslit, hressing og spjall áður en haldið er heim á leið
 
Ráðstefnustjóri er Þórólfur Árnason
Boðið verður upp á barnagæslu í kjallara skólans.
Allir velkomnir.
 

Share: