Sex hross í óskilum

janúar 22, 2010
Eftirtalin hross eru í óskilum hjá Borgarbyggð.

  1. Hestur, jarpur u.þ.b.15 vetra. Frostmerktur 11. Handsamaður vestur á Mýrum.
  2. Hestur, mósóttur u.þ.b. 4 vertra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum.
  3. Hestur, rauður, u.þ.b 16 vetra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum.
  4. Hestur, rauður, u.þ.b. 14 vetra. Frostmerktur L2. Handsamaður vestur á Mýrum.
  5. Hryssa, rauð, u.þ.b. 4 vetra. Ómerkt. Handsömuð vestur á Mýrum.
  6. Hryssa, brún, u.þ.b. 3 vetra, útigengin, óafrökuð. Ómerkt. Handsömuð í fyrrum Borgarhreppi.

Þeir sem sannað geta eignarrétt sinn á hrossunum eru beðnir um að hafa samband við starfsmann Borgarbyggðar, Björgu Gunnarsdóttur í síma 433-7100 fyrir 12. febrúar 2010 og geta þeir þá fengið viðkomandi hross afhent gegn greiðslu áfallins kostnaðar.
Ef eigendur hrossanna gefa sig ekki fram verða þau seld á opinberu uppboði af sýslumanninum í Borgarnesi.
 

Share: