Söngvakeppni

Nú vinna ungmennin í Mími ungmennahúsi og nemendafélagi menntaskólans sameiginlega að undirbúningi söngkeppni/hátíðar sem fram fer næsta fimmtudag í sal menningarhússins. Stífar æfingar standa yfir í nýja hljómsveitaræfingahúsnæðinu í ungmennahúsinu. Í síðustu viku var lokið við að hljóðeinangra aðstöðuna þar með sérstökum hljóðgildrum og tókst frábærlega. Í viðbót við tækjakostinn sem þau hafa þegar safnað sér keypti húsráð ungmennahúss glænýjan …

Samkeppni um nafn á reiðhöllina

Ákveðið hefur verið að formleg vígsla Reiðhallarinnar við Vindás í Borgarnesi fari fram sunnudaginn 7. mars næstkomandi. Í aðdraganda vígslunnar hefur einnig verið ákveðið að fram fari samkeppni um nafn á húsið. Nafnanefndin er skipuð þeim Kristjáni Gíslasyni formanni, Sigurði Oddi Ragnarssyni og Magnúsi Magnússyni. Verðlaun verða veitt fyrir tillögu að nafni sem valið verður. Ef fleiri en ein tillaga …

Matjurtagarðar til leigu 2010

Íbúum Borgarbyggðar gefst kostur á að taka á leigu matjurtagarða til að rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Matjurtagarðarnir eru í landi Gróðrarstöðvarinnar Gleymérei í Borgarnesi og við gömlu loðdýrahúsin á Hvanneyri. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér matjurtagarð í Borgarnesi eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða …

Gagnkvæm aðstoð slökkviliða á Vesturlandi

Fréttatilkynning Í gær, öskudag var undirritaður samningur á milli allra slökkviliða á Vesturlandi í Vatnasafninu í Stykkishólmi. Það eru slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, Slökkvilið Grundarfjarðar, Slökkvilið Snæfellsbæjar, Slökkvilið Dalabyggðar, Slökkvilið Reykhólahrepps, Slökkvilið Borgarbyggðar og Slökkvilið Akraneskaupstaðar sem eru aðilar samningsins. Markmiðið með samningnum er að nýta þau tæki og þann mannafla sem slökkviliðin á Vesturlandi hafa yfir að ráða með …

Viskukýrin 2010

Spurningakeppni Landbúnaðarháskóla Íslands, Viskukýrin, verður haldin í matsal skólans á Hvanneyri í kvöld, fimmtudaginn 18. febrúar. Kennarar, nemendur og heimamenn keppa sín á milli. Stjórnandi er Logi Bergmann Eiðsson og keppnin hefst stundvíslega kl. 20.00.  

Vefsjónvarp Grunnskóla Borgarfjarðar

Í dag, fimmtudaginn 18. febrúar verður bein útsending á vefsjónvarpi Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Um útsendinguna sjá krakkar í fjölmiðlahópi í vali eldri nemenda. Þar má heyra fréttir úr skólalífinu, viðtöl, myndbönd og leiknar auglýsingar. Útsending hefst kl. 13:30 á slóðinni, http://www.gbf.is/tv Það er Nepal, sem varpar efninu út.  

9. bekkur bónar og þrífur

Nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi ætla að þrífa og bóna bíla í húsnæði BM Vallár, laugardaginn 27. febrúar næstkomandi. Krakkarnir eru að safna fyrir útskriftarferð sem farin verður á haustdögum 2010. Þeim sem vilja fá bílinn sinn þrifinn og bónaðann er bent á að hafa samband við Kristinn í síma 617 5313 eða Arnar í síma 617 5303 …

Diddú og drengirnir í Reykholtskirkju

Diddú og drengirnir halda tónleika í Reykholtskirkju á vegum Tónlistarfélags Borgarbyggðar sunnudaginn 21. febrúar 2010 kl. 16.00 og verður Reykholtskórinn undir stjórn Bjarna Guðráðssonar hópnum til fulltingis. Á efnisskránni eru m.a. nokkur af fegurstu verkum tónbókmenntanna fyrir sópran og kór. Tónlistarhópurinn Diddú og drengirnir hefur starfað síðan 1997. Hann kemur árlega fram á aðventutónleikum í Mosfellskirkju en hefur auk þess …

Skrautlegir krakkar heimsóttu Ráðhúsið

Starfsfólk ráðhússins í Borgarnesi fékk skemmtilega heimsókn í morgun þegar hressir krakkar úr Tómstundaskólanum litu við. Krakkarnir höfðu brugðið sér í allra kvikinda líki í tilefni öskudagsins og voru skrautleg að sjá. Þau tóku lagið fyrir starfsfólk og gesti í ráðhúsinu og þáðu nýja blýanta að launum. Starfsfólk ráðhússins þakkar krökkunum kærlega fyrir komuna. Meðfylgjandi myndir tók Ásthildur Magnúsdóttir.  

Trausti kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar 2009

Trausti Eiríksson mynd_Skessuhorn/SL Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um val á íþróttamanni Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Það er Tómstunda- og menningarnefnd Borgarbyggðar sem útnefnir íþróttamann Borgarbyggðar úr tilnefningum frá félögum og deildum í Borgarbyggð. Trausti Eiríksson körfuboltamaður í Skallagrími var kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2009. Trausti varð Norðurlandameistari U18 í körfuknattleik í Svíþjóð á síðasta ári með …