Álftagerðisbræður í Borgarneskirkju

Næstkomandi föstudag 12. febrúar verða Álftagerðisbræður með tónleika í Borgarneskirkju. Miðaverð er kr. 2.000 og tónleikarnir hefjast kl. 20.30.  

Afhending Hafborgarinnar

Þeir Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóri og Sigvaldi Arason í Borgarnesi hafa með aðstoð góðs fólks á undanförnum tveimur árum gengist fyrir því að skipslíkön tengd útgerðarsögu Borgnesinga fari í eigu Byggðasafns Borgfirðinga í Safnahúsi. Í ágúst 2008 gáfu þeir fyrsta líkanið sem var af Eldborginni, sem var gerð út frá Borgarnesi í meira en tvo áratugi og á sér því …

Íþróttaskóli

Næstkomandi laugardag 6. febrúar hefst íþróttaskóli fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar.  

Menningarsjóður Borgarbyggðar – 2010-02-03

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að efla menningarlíf í Borgarbyggð og sérstökt rækt er lögð við grasrót í menningarlífi. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast til fræðslustjóra Borgarbyggðar í síðasta lagi sunnudaginn 28. febrúar 2010. Sjá auglýsingu …

Félagsmiðstöðin M.Ó.F.Ó á Hvanneyri

Félagsmiðstöðin M.Ó.F.Ó á Hvanneyri tekur til starfa að nýju. Félagsmiðstöðin er staðsett í húsnæði sem áður hýsti Kollubúð á Hvanneyri. M.Ó.F.Ó er fyrir alla unglinga í 7. – 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar og starfsmaður er Álfheiður Sverrisdóttir. Opið er alla miðvikudaga frá kl. 20.00 – 22.00. Unglingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í kröftugu og skemmtilegu starfi. …

Slit á byggðasamlagi og þjónustusamningur undirritaður

Í gær var undirritaður samningur milli Eyja- og Miklaholtshrepps og Borgarbyggðar um slit á byggðasamlagi um Laugagerðisskóla. Jafnframt var undirritaður þjónustusamningur milli sveitarfélaganna um að þeir nemendur úr Borgarbyggð sem búsettir eru í Kolbeinsstaðahreppi geti áfram stundað nám í Laugagerðisskóla. Eyja- og Miklaholtshreppur hefur því alfarið tekið við rekstri skólans en Borgarbyggð mun kaupa þjónustu Laugagerðisskóla fyrir börn úr Kolbeinsstaðahreppi. …

Stefnumót 2010-02-02

Stefnumótsgestir mynd_skessuhorn Síðastliðinn laugardag 30. janúar var haldið “Stefnumót 2010” um atvinnu- og byggðamál í Borgarbyggð og nágrenni. Þingið var haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar undir styrkri stjórn Þórólfs Árnasonar. Alls tóku um 130 manns þátt í þinginu sem var öllum opið og sköpuðust líflegar umræður og góðar hugmyndir litu dagsins ljós í vinnu – og umræðuhópum. Nánar verður sagt frá …

Karvel íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélagi Reykdæla

Síðastliðinn sunnudag var tilkynnt um val íþróttamanns ársins hjá Ungmennafélagi Reykdæla. Karvel Lindberg Karvelsson frá Hýrumel var valinn íþróttamaður ársins. Karvel æfir sund, körfubolta og fótbolta. Í öðru sæti í kjörinu var Helgi Guðjónsson og Hjörtur Bjarnason í því þriðja. Uppskeruhátíð Ungmennafélags Reykdæla var haldin í Logalandi og er það í fyrsta skipti sem félagið heldur slíka hátíð.