Dagur tónlistarskólanna 2010

mars 1, 2010
Tónleikarnir sem vera áttu síðastliðinn fimmtudag en frestað var vegna veðurs verða í sal Tónlistarskóla Borgarfjarðar í dag kl. 18:00.
Tónleikarnir eru í tilefni af Degi tónlistarskólanna á Íslandi sem er síðasti laugardagur í febrúar ár hvert. Flestir skólar á landinu eru með dagskrá og kynna sína skóla í tilefni af þessum degi.
Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í dag kl. 18:00 og munu nemendur flytja fjölbreytta dagskrá; einleikur, samleikur, söngur og einnig bjóða nemendur upp á kaffimeðlæti.
Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Meðfylgjandi mynd tók Theodóra Þorsteinsdóttir af ungum gestum Tónlistarskólans að prófa hljóðfæri.
 
 

Share: