Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík sýnir óperuna Don Djammstaff í samvinnu við Íslensku óperuna. Óperan er samsett úr 17 atriðum úr 14 óperum eftir 9 tónskáld og sungin á 4 tungumálum. Meðal höfunda má nefna Mozart, Verdi, Puccini, Wagner, Handel og Tchaikovsky. Söguþráðurinn snýst um ævintýri vampírunnar Don Djammstaff, sem er yfir sig ástfanginn af mennskri konu, Paminu, og setur allt í uppnám til að ná ástum hennar. Inn í framvinduna fléttast hefndir kvenna og vald örlaganna. Tónleikarnir verða í Logalandi í Reykholtsdal, laugardaginn 6. mars næstkomandi og hefjast klukkan fjögur.
Alls taka ríflega 30 nemendur Óperudeildar Söngskólans í Reykjavík þátt í sýningunni og bregða sér m.a. í gervi vampíra, verndarengla og norna. Hrönn Þráinsdóttir, Garðar Cortes og Anton Steingruber hafa annast tónlistarundirbúning og Hrönn leikur undir á píanó. Leikstjóri sýningarinnar og höfundur dansa er Sibylle Köll.
Þátttakendur/Söngvarar/Dansarar:
Aðalsteinn Már Ólafsson, Andri Björn Róbertsson, Ása Björg Guðlaugsdóttir, Ásdís Björg Gestsdóttir, Björg Birgisdóttir, Björg Pétursdóttir, Bragi Jónsson, Davíð Viðarsson, Edda Björk Jónsdóttir, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Fjóla Kristín Bragadóttir,Halla Marinósdóttir, Hlynur Andri Elsuson,
Hrafnhildur Þórólfsdóttir, Hulda Snorradóttir, Íris Elíasdóttir, Jón Ingi Stefánsson, Josef Lund Josefsen, Karen Dröfn Hafþórsdóttir, Karin Björg Torbjörnsdóttir, Magdalena Palec, Margrét Hannesdóttir, María Vigdís Kjartansdóttir,Salka Rún Sigurðardóttir, Steinvör Ágústsdóttir, Una Dóra Þorbjörnsdóttir,
Unnur Malín Sigurðardóttir, Úlfur Sveinbjarnarson, Vala Sigríður Guðmund. Yates, Þorgerður Lilja Björnsdóttir og Þórunn Moa Guðjónsdóttir.