Sameiginlegt lið Skallagríms og Snæfells í drengjaflokki varð bikarmeistari um helgina eftir frábæran úrslitaleik við sameiginlegt lið Hamars og Þór Þ. Lokatölur leiksins 78-80 Skallagrím/Snæfelli í vil.
Það er stutt síðan bikarmeistaratitill kom í Hólminn en meistaraflokkur Snæfells náði þeim áfanga fyrir stuttu síðan en það er lengra síðan bikarmeistaratitill kom í Borgarnes en það gerðist árið 1980 en þá varð 2. flokkur kvenna hjá Skallagrími bikarmeistarar.
Innilega til hamingju drengir í Skallagrím/Snæfell með þennan frábæra árangur ykkar og þetta góða samstarf ykkar.
Myndir úr leiknum má sjá inn á heimasíðu KKÍ.is og Karfan.is
Strákarnir keppa næst hér í Borgarnesi á miðvikudaginn og er fólk hvatt til að fjölmenna þá og hylla bikarmeistarana sérstaklega á undan leik þeirra við Grindavík sem hefst kl. 20.00
Mynd: Jón Björn Ólafsson.