Eftirlitsnefndin aðhefst ekki frekar í málefnum Borgarbyggðar að svo stöddu

Undanfarna mánuði hefur Borgarbyggð verið meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa verið til sérstakrar skoðunar hjá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna rekstrarniðurstöðu ársins 2008 og skuldsetningar. Frá árslokum 2008 hefur verið unnið markvisst að því að draga úr rekstarkostnaði sveitarfélagsins og lækka skuldir. Þessar aðgerðir hafa skilað árangri og áfram er unnið að endurfjármögnun mennta- og menningarhússins í Borgarnesi. Nýverið skilað Borgarbyggð áætlunum …

Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs

Borgarbyggð auglýsir hér með eftir umsóknum vegna úthlutunar á styrkjum til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs fyrir árið 2010 fyrir félög starfandi í Borgarbyggð. Um styrki geta sótt félög og aðilar sem sinna íþrótta-, æskulýðs – og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 30. mars næstkomandi. Sjá úthlutunarreglur hér.  

Stofnfundur deildar Garðyrkjufélags Íslands

Í kvöld mánudaginn 15. mars kl. 20.00 verður stofnfundur deildar Garðyrkjufélags Íslands fyrir póstnúmerin 311 og 320 á Kollubar á Hvanneyri. Félagar á svæðinu eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Nýir félagar velkomnir.    

Aðalfundur leikdeildar Skallagríms

Aðalfundur leikdeildar Ungmennafélagsins Skallagríms verður haldinn í félagsheimilinu Lyngbrekku sunnudaginn 21. mars næstkomandi. Venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn hefst kl. 17.00. Stjórn leikdeildar Skallagríms  

Vígsla Faxaborgar

Unga kynslóðin sýndi listir sínar.Síðastliðinn sunnudag var reiðhöllin í Borgarnesi formlega tekin í notkun og henni gefið nafnið Faxaborg. Gestir voru fjölmargir en áætlað er að vel á fjórða hundrað manns hafi komið í höllina. Ingi Tryggvason setti hátíðina og stjórnaði henni. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason flutti húsblessun og Kristján Gíslason fór yfir byggingarsöguna. Meðal gesta sem ávörpuðu samkomuna og …

Þjóðaratkvæðagreiðsla – kjördeildir í Borgarbyggð

Við þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 06. mars n.k. eru 2.543 kjósendur á kjörskrá í Borgarbyggð. Þeim er skipt í sex kjördeildir eftir svæðum innan sveitarfélagsins. Þó er rétt að benda á að kjósendur á kjörskrá, sem eru búsettir erlendis, eiga að kjósa í Borgarneskjördeild. Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og hafa persónuskilríki með sér …

Gullna hliðið í Lyngbrekku

Kerlingin og Lykla-Pétur mynd_OHRLeikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi frumsýnir Gullna hliðið í félagsheimilinu Lyngbrekku föstudaginn 5. mars nk. kl. 20:30. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Meira en 30 manns koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Gullna hliðið er eftir eitt af öndvegisskáldum Íslendinga, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og hans þekktasta leikrit, enda hefur Gullna hliðið unnið sér verðskuldaðan sess …

Safnahús Borgarfjarðar – sumarstarf

Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Um er að ræða störf á bókasafni og við sýningarvörslu, þrif og fleira. Viðkomandi þarf að vera samviskusamur og hafa góða og vandaða framkomu ásamt ríkri þjónustulund. Mikilvægt er einnig að eiga auðvelt með samskipti og geta veitt sýningaleiðsögn bæði á ensku og íslensku. Önnur tungumál og almennur áhugi á bókmenntum og sögu …

Kjörskrá í Borgarbyggð

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram á að fara 6. mars n.k. liggur fram á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá og með föstudeginum 26. febrúar 2010 á afgreiðslutíma skrifstofunnar, fram að kjördegi.   Athugasemdir við kjörskrána skulu berast skrifstofustjóra Borgarbyggðar fyrir 6. mars 2010.  

Frá Tónlistarfélagi Borgarfjarðar

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík sýnir óperuna Don Djammstaff í samvinnu við Íslensku óperuna. Óperan er samsett úr 17 atriðum úr 14 óperum eftir 9 tónskáld og sungin á 4 tungumálum. Meðal höfunda má nefna Mozart, Verdi, Puccini, Wagner, Handel og Tchaikovsky. Söguþráðurinn snýst um ævintýri vampírunnar Don Djammstaff, sem er yfir sig ástfanginn af mennskri konu, Paminu, og setur allt …