Síðustu dagar fuglasýningar í Safnahúsi

mars 31, 2010
Síðustu dagar fuglasýningarinnar í Safnahúsinu í Borgarnesi verða þriðjudagur og miðvikudagur eftir páska og verður hún tekin niður fimmtudaginn 8. apríl. Hefur verið afar góð aðsókn og ekki síst hafa kennarar og leiðbeinendur gefið nemendum sínum tækifæri til að skoða þetta merka safn.
Um er að ræða sýningu á uppstoppuðum fuglum úr eigu Náttúrugripasafns Borgarfjarðar, en það safn er mjög vandað og fjölbreytt, bæði af staðar- og flækingsfuglum í íslenskri náttúru.
 
Því miður verður lokað í Safnahúsi yfir páskana en opnað næst þriðjudaginn 6. apríl kl. 13.00.
 
Ljósmynd: áhugasamir krakkar skoða fuglana.
Myndataka: Guðrún Jónsdóttir
 

Share: