Krakkarnir á Uglukletti heimsóttu ráðhúsið

“Nýverið komu elstu börnin úr leikskólanum Uglukletti í heimsókn í ráðhúsið. Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða merki sveitarfélagsins sem búið er að setja upp í anddyri ráðhússins, en krakkarnir höfðu búið merkið til og afhent sveitarstjóra þegar hann heimsótti þau fyrir áramótin. Eftir að hafa drukkið svala og borðað vel af kleinum, skoðað kort af Borgarnesi og sagt helstu fréttir …

Sorphirða – útboð

Sveitarfélögin Akranes, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur óska eftir tilboðum í verkið „Sorphirða á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi“ . Verktími: 1. júlí 2010 – 1. júlí 2015 Útboðsgögn verða afhent án endurgjalds á geisladiski í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16 – 18, 300 Akranes frá og með þriðjudeginum 13. apríl næstkomandi. Hægt verður að fá gögnin afhent á pappír …

Uppboð – óskilahross

Mánudaginn 26. apríl 2010 kl. 18:00 verða eftirtalin óskilahross, sem handsömuð voru í Borgarbyggð síðast liðinn vetur, boðin upp, hafi réttmætir eigandur ekki gefið sig fram áður:     1. Hestur, jarpur ca. 15 vetra. Frostmerktur 11. 2. Hestur, mósóttur ca. 4 vetra. Ómerktur. 3. Hestur, rauður ca. 16 vetra. Ómerktur. 4. Hestur, rauður ca. 14 vetra. Frostmerktur L-2. 5. …

Viðtalstímar sveitastjórnar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar verður með viðtalstíma á eftirtöldum stöðum miðvikudaginn 14. apríl kl. 17,oo – 19,oo Í Lyngbrekku: Þar verða Sveinbjörn Eyjólfsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Torfi Jóhannesson Í Ráðhúsinu í Borgarnesi: Þar verða Björn Bjarki Þorsteinsson, Finnbogi Leifsson og Þór Þorsteinsson. Í skrifstofunni Litla-Hvammi í Reykholti: Þar verða Jenný Lind Egilsdóttir, Haukur Júlíusson og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. Íbúar eru hvattir til …

Fræðslufundur á Hvanneyri

Fyrir þá sem hafa lítinn eða engan garð má auðveldlega rækta ýmsar krydd- og matjurtir í pottumMánudaginn 12. apríl kl. 20 til 22 verður Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur með fyrirlestur um ræktun matjurta á Kollubar (við gamla fjósið og Ullarselið) á Hvanneyri. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Allir velkomnir sem vilja ganga í félagið. Aðganseyrir …

Tveir óskilakettir

Tveir óskilakettir eru í vörslu dýraeftirlitsmanns og hafa verið þar í tvo daga.   Annar kötturinn var handsamaður við Arnarklett. Hann er ungur bröndóttur og blesóttur fress.   Hinn kötturinn var handsamaður við Egilsgötu. Hann er eldra fress en eins og hinn bröndóttur og blesóttur.   Eigendur þessara katta eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma …

Flott sýning frá Varmalandi

Það er spurningin hvað varð um Hólmfríði Lofthænu og Lárus Pálsson þegar þau lögðust í ferðalag og týndust? Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta lagt leið sína í Safnahús á næstunni til að skoða frábæra sýningu á verkefnum sem nemendur 1. – 7. bekkjar Varmalandsskóla hafa unnið í vetur. Þemað er Hvað býr í fjöllunum og meðal viðfangsefna …

Dagur sjúkrabílsins

Föstudaginn 9. apríl n.k. munu sjúkraflutningamenn á Vesturlandi standa fyrir „Degi sjúkrabílsins“ og af því tilefni opna húsakynni sín frá kl. 15,00 – 17,00 fyrir almenningi þar sem þeir munu kynna starfsemi sína og tækjakost. Einnig munu þeir kynna þær breytingar sem urðu um síðastliðin áramót þegar átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi voru sameinaðar í eina. Jafnframt munu sjúkraflutningamenn bjóða gestum …

Ljótu hálfvitarnir í Logalandi

Næstkomandi fimmtudag, 8. apríl heldur húsvíska gáfnatregasveitin Ljótu hálfvitarnir tónleika í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 en húsið opnar klukkutíma fyrr. Fréttatilkynningu hálfvitanna má lesa hér.  

Síðustu dagar fuglasýningar í Safnahúsi

Síðustu dagar fuglasýningarinnar í Safnahúsinu í Borgarnesi verða þriðjudagur og miðvikudagur eftir páska og verður hún tekin niður fimmtudaginn 8. apríl. Hefur verið afar góð aðsókn og ekki síst hafa kennarar og leiðbeinendur gefið nemendum sínum tækifæri til að skoða þetta merka safn. Um er að ræða sýningu á uppstoppuðum fuglum úr eigu Náttúrugripasafns Borgarfjarðar, en það safn er mjög …