Fjölskylduskemmtun í Logalandi

apríl 20, 2010
Yngri deild Ungmennafélags Reykdæla stendur fyrir fjölskylduskemmtun í Logalandi á Sumardaginn fyrsta þann 22. apríl. Skemmtunin hefst kl. 14.00 og lýkur kl 17.00. Það verður frítt inn fyrir börn á leikskólaaldri, 500 kr. fyrir sex til fjórtán ára og 750 kr. fyrir fimmtán ára og eldri.
Boðið verður uppá skemmtun og leiki fyrir alla fjölskylduna og grillaðar verða pylsur um kl. hálf fjögur.
Skemmtikraftur lætur sjá sig.
Yngri deild Ungmennafélags Reykdæla
 
 

Share: