Félagsmiðstöðin Óðal 20 ára

apríl 19, 2010
Félagsmiðstöðin Óðal fagnar 20 ára afmæli sínu núna í vikunni og verður mikið um dýrðir. Aðalmálið er að unglingar sem hafa verið í starfi í Óðali síðustu 20 ár og þykir vænt um starfið sem þar hefur verið unnið mæti á afmælisviðburði til að sýna sig og sjá aðra.
 
Sameiginleg afmælisnefnd sem skipuð var úr stjórn nemendafélags GB og húsráði ungmennahúss hefur ásamt starfmanni sett upp magnaða dagskrá sem við vonum að sem flestir komi á. Sýning í Óðali á starfi liðinna ára verður opnuð við hátíðlega viðhöfn kl. 20.00 á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 21. apríl og verður einnig opin á fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Allir velkomnir í heimsókn í Óðal. Þá verða tónleikar á fimmtudagskvöld með hljómsveitinni Diktu í menningarsalnum í MB og þar verða einnig skemmtilegir tónleikar á föstudagskvöld. Þá koma fram nokkrir unglingar sem sungið hafa og leikið á sviðinu í Óðali.
Sjá dagskrá hér.
 
Útvarpið verður starfandi afmælisdagana og er útsending þegar hafin á FM Óðal 101.3
 
 
 
 

Share: