Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15.00. Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Tilnefningar …

Félagsmiðstöðin Óðal 20 ára

Félagsmiðstöðin Óðal fagnar 20 ára afmæli sínu núna í vikunni og verður mikið um dýrðir. Aðalmálið er að unglingar sem hafa verið í starfi í Óðali síðustu 20 ár og þykir vænt um starfið sem þar hefur verið unnið mæti á afmælisviðburði til að sýna sig og sjá aðra.   Sameiginleg afmælisnefnd sem skipuð var úr stjórn nemendafélags GB og …

Ársskýrsla byggingafulltrúa

Hjá framkvæmdasviði Borgarbyggðar er nú komin út ársskýrsla byggingafulltrúa fyrir árið 2009. Skýrsluna má skoða hér.  

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð á ferð um Borgarfjörð

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi í Borgarfirði dagana 17. – 19. apríl. Kórinn heldur tónleika í Reykholtskirkju laugardaginn 17. apríl kl. 16.00. Sunnudaginn 18. apríl syngur kórinn við messu kl. 14.00 í Borgarneskirkju og um kvöldið verða almennir tónleikar í hátíðarsal Háskólans á Bifröst kl. 20.00.Mánudaginn 19. apríl heldur kórinn ferna skólatónleika, í Varmalandsskóla (fyrir nemendur Varmalandsskóla og …

Fræðslufundur um einelti

Fræðslufundur um einelti verður haldinn Menntaskóla Borgarfjarðar næstkomandi mánudag 19. apríl og hefst kl. 20.00. Fyrirlesarar verða Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri, frá samtökunum Heimili og skóli og Ingibjörg Baldursdóttir talsmaður Liðsmanna Jeríkó, samtaka um einelti. Fræðslufundurinn er í boði svæðisráðs foreldrafélaga grunnskólanna í Borgarbyggð, þ.e. frá grunnskólunum á Varmalandi, Borgarnesi og frá Grunnskóla Borgarfjarðar. Allir foreldrar í Borgarbyggð sem eiga …

Félag skógarbænda á Vesturlandi – aðalfundur

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl klukkan 18.00 að Hótel Hamri við Borgarnes. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka jafnframt með sér nýja félaga.

Köttur í óskilum 2010-04-13

Óskilaköttur er í vörslu gæludýraeftirlitsmanns. Hann var handsamaður við Böðvarsgötuna. Kötturinn er svartur með hvítt fremst á loppunum og hvíta rönd eftir bringunni og upp á trýni. Hann er með grænt hálsband og ekki útigenginn. Eigandi þessa kattar er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 868-1916 eða 435-1415. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu …

Íslensku safnaverðlaunin

Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráð safna) standa saman að íslensku safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara fram úr.Óskað er eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum. Til greina koma söfn og einstök verkefni á sviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar. Bent er á …

Slökkviliðið með æfingu á Hvanneyri

Í gær, mánudaginn 12. apríl var Slökkvilið Borgarbyggðar með rýmingaræfingu í grunnskólanum á Hvanneyri og fræðslu fyrir starfsfólk grunn- og leikskólanna um viðbrögð við eldsvoða og notkun handslökkvitækja. Að lokum var verkleg æfing í notkun á handslökkvitækjum og eldvarnateppum.