Kátir krakkar í Safnahúsi Borgarfjarðar

apríl 21, 2010
mynd_GJ
Krakkar í útskriftarhópi frá leikskólanum Klettaborg voru glaðir í bragði þegar þeir komu til að skoða sýningu nemenda Varmalandsskóla í Safnahúsi Borgarfjarðar. Mest þótti þeim til um stóra fjallið með fossinum, þar sem útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur bjó með fjölskyldu sinni af því hann var útilegumaður. Einnig má á sýningunni sjá ýmis konar fjöll og tröll auk þess sem lesa má skemmtilega sögu sem nemendurnir hafa skrifað.
Að skoðun lokinni heimsóttu krakkarnir bókasafnið og skoðuðu bækur góða stund.
Sýningin frá Varmalandsskóla stendur til vikuloka og er fólk hvatt til að skoða þetta frábæra framtak nemendanna, þar sem íslensku þjóðsögurnar eru skoðaðar með skapandi hugsun í fyrirrúmi.
 

Share: