Fornbíla- og samgöngusafn

Frá undirbúningshópi: Að undanförnu hafa nokkrir einstaklingar verið að huga að stofnun Samgöngusafns í héraðinu. Nú stendur til að stofna félag um fornbíla og samgöngusafn í Borgarfirði og stofnfundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 24. mars kl. 19.30. Fundurinn verður í tilvonandi húsnæði félagsins í kjallara gamla sláturhússins í Brákarey í Borgarnesi. Allir áhugamenn um gamla bíla og samgöngur í Borgarfirði eru …

Jón Ingi íþróttamaður Borgarbyggðar 2010

Jón Ingi Sigurðsson sundmaður úr Skallagrími var kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2010 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti laugardaginn 19. mars.   Í tilnefningu frá sunddeild Skallagríms segir um Jón Inga: Jón Ingi er ákaflega duglegur og efnilegur sundmaður. Hann bætti 37 Borgarfjarðarmet á árinu í pilta- og karlaflokki og á nú 60 Borgarfjarðarmet. Hann á auk þess besta tíma ársins …

Af nógu að taka – fjöldi viðburða í Borgarbyggð um helgina

Það verður nóg að gera hjá íbúum Borgarbyggðar ef þeir ætla að sækja alla þá viðburði sem verða á dagskrá þessa helgina í sveitarfélaginu. Þá er upplagt fyrir ferðamenn að staldra við og njóta lífsins og taka þátt og upplifa fjölbreytta menningu.     Á dagskrá er m.a.: Föstudagur 18.03.   Kl. 16,00 Opnun skósýningarinnar miklu í Gamla Mjólkursamlaginu við …

Messa fellur niður

Messa sem vera átti í Borgarneskirkju næstkomandi sunnudag, 20. mars, fellur niður. Taize-messa verður sunnudaginn 27. mars kl. 14.00 Ólafur Flosason óbóleikari og nokkrir nemendur hans taka þátt í messunni ásamt kirkjukór Borgarneskirkju. Minnum á barnastarf kirkjunnar næstu sunnudaga kl. 11.15.  

Atvinnutækifæri í Borgarbyggð – opinn fundur

Vinnuhópur um atvinnumál heldur opinn fund um atvinnutækifæri í Borgarbyggð mánudaginn 21. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram í Ráðhúsi Borgarbyggðar og hefst kl. 12.15. Hugmyndin er að hafa almennt spjall um atvinnumál og þau tækifæri sem leynast í Borgarbyggð. Boðið verður upp á kaffi og te.  

Málþing í Snorrastofu

Vatnasvæði HvítárBúsvæði, veiðinýting – sjálfbærni til framtíðar Málþing um vatnasvæði Hvítár verður haldið í Snorrastofu laugardaginn 19. mars næstkomandi. Málþingið er haldið í samvinnu Snorrastofu og Veiðimálastofnunar. Auglýsingu og dagskrá má sjá hér.    

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2010

Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti, mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar, laugardaginn 19. mars næstkomandi klukkan 20:00. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 20. sinn og eru tíu íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni.   Við þetta tækifæri verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað fram úr …

„Með vífið í lúkunum“ – síðustu sýningar

Ungmennafélag Reykdæla hefur undanfarið sýnt leikritið „Með vífið í lúkunum“ eftir Ray Cooney við frábærar undirtektir áhorfenda. Nú eru einungis þrjár sýningar eftir, fimmtudaginn 17. mars, föstudaginn 18. mars og laugardaginn 19.mars og því hver að verða síðastur að skella sér á þennan bráðfyndna farsa og hlæja svolítið. Sýningar fara fram í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Sýningar hefjast kl. 20.30. …

Þjóðaratkvæðagreiðsla – atkvæðagreiðsla utan kjörfundar 2011

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram laugardaginn 9. apríl 2011. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer hún fram á skrifstofu sýslumanns að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, virka daga frá kl.09.00 til 15.00. Hægt er að kjósa aðra daga samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Einnig er kjósendum bent á upplýsingar á slóðinni: http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2011/frettir/nr/7846 Sýslumaðurinn …

Ráðstefna um átaksverkefni í minkaveiðum

Ráðstefna Umhverfisráðuneytisins um átaksverkefni í minkaveiðum og framtíðarsýn verður haldin á Grand Hótel mánudaginn 14. mars næstkomandi kl. 13.00 – 16.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tilgangur ráðstefnunnar er annars vegar að kynna árangur minkaverkefnisins og niðurstöður rannsókna og hins vegar að velta upp spurningum um framtíðarfyrirkomulag minkaveiða. Sjá auglýsingu hér.