17. júní hátíðardagskrá í Borgarbyggð

júní 14, 2011
Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað víða í sveitarfélaginu.
Á Hvanneyri stendur Ungmennafélagið Íslendingur fyrir dagskrá og þjóðhátíðargrilli.
Í Lindartungu verður ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk með leiki og veitingar.
Í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá.
Í Logalandi stendur Ungmennafélag Reykdæla fyrir hátíðarhöldum og hefðbundinni hangikjötsveislu.
 
Nánari dagskrá auglýst á viðkomandi stöðum.
 
Hátíðahöld á vegum sveitarfélagsins fara fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Dagskrá má sjá hér.
 
 

Share: