Árshátíðir Grunnskóla Borgarfjarðar

Árshátíðir Grunnskóla Borgarfjarðar verða haldnar í dag og á morgun. Nemendur skólanna hafa undanfarið æft dagskrár af kappi og búast má við góðri skemmtun og miklu fjöri í starfsstöðvum skólans. Árshátíðirnar verða haldnar á eftirfarandi stöðum: Hvanneyri: Árshátíðin verður haldin fimmtudaginn 14. apríl í húsnæði skólans og hefst hún kl. 17.00. Kleppjárnsreykir: Árshátíðin verður haldin fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.00 …

Bókasafnsdagurinn

Fimmtudaginn 14. apríl heldur Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, í samstarfi við bókasöfn á Íslandi Bókasafnsdag. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar tekur að sjálfsögðu þátt í þessu sameiginlega átaki og af því tilefni útbjó starfsfólk Safnahúss glærusýningu þar sem sýnt er lítið brot af því fjölbreytilega og merkilega efni sem finna má …

Umhverfisátak í dreifbýli

Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar stendur nú fyrir umhverfisátaki í dreifbýli líkt og flest undanfarin ár. Íbúum í dreifbýli býðst að fá timbur og járnagáma gegn vægu gjaldi og geta pantað timbur- og/eða járnagám, heim á hlað, í tvo daga á tímabilinu 13. – 30. maí og 19. – 29. ágúst. Þeir sem óska eftir að fá til sín gám eru …

Forvarnakvöld fyrir foreldra

Fimmtudagskvöldið 14. apríl kl. 20.00 verður haldinn fræðslufundur fyrir foreldra barna og ungmenna í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn í Óðali. Eftir páska verður haldinn sérstakur fundur fyrir foreldra í Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar og aðra þá sem ekki komast á fimmtudagskvöldið. Verður hann auglýstur síðar. Á dagskrá fundarins verða: 1. Vísbendingar um kannabisnotkun, neyslutól og fíkniefnahundurinn Tíri 2. Cannabis- efni, áhrif …

Sumarstörf í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar

Laus eru til umsóknar sumarstörf í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar, í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum. Eftirfarandi störf eru í boði: 100% starf fyrir konu frá og með 23. apríl til og með 31. ágúst (Borgarnes). 100% störf í sumarafleysingu (allar starfsstöðvar). Störfin eru vaktavinnustörf sem felast m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugar úti og inni, þrifum, afgreiðslu og fleiru.   …

Kjördeildir í Borgarbyggð 2011

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 9. apríl 2011 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi. Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og …

Stærðfræðingar og lestrarhestar

Hópurinn sem tók þátt í stærðfræðikeppninniLaugardaginn 2. apríl voru kunngerð úrslit í stærðfræðikeppninni sem Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi heldur árlega fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Krakkarnir úr Borgarbyggð stóðu sig með mikilli prýði. Í fyrsta sæti í keppninni meðal 10. bekkinga varð Björk Lárusdóttir nemandi á Kleppjárnsreykjum en Þorkell Már Einarsson frá Grunnskólanum í Borgarnesi í öðru sæti. …

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi 2011

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi verður haldin föstudaginn 8. apríl í Hjálmakletti, Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar. Sýningar verða tvær kl. 16:30 og 18:30. Ævintýri er þema árshátíðarinnar í ár. Ævintýrum verða gerð skil á fjölbreytilegan hátt af nemendum úr öllum bekkjum skólans. Aðgangseyrir er kr. 500.- fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir 15 ára og yngri. Ekki verður posi á …

Kjördeildir í Borgarbyggð 2011-

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 9. apríl 2011 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi. Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og …

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna, þriðjudaginn 5. apríl næstkomandi kl. 10.00 – 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar og Blóðbankinn vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og gefa blóð. Að jafnaði þarf bankinn um 70 blóðgjafa á dag. Blóðgjöf er lífgjöf.