16. júní n.k. standa Snorrastofa og Ungmennafélag Reykdæla fyrir heiðursdagskrá í Logalandi um hestamanninn Höskuld Eyjólfsson frá Hofsstöðum sem setti svip sinn á öldina sem leið og hafði áhrif á þróun hestamennskunnar. 17. júní standa sömu aðilar fyrir hátíðahöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins. Nánari dagskrá er hægt að sjá hér.
Leikskólakennara og aðstoðarmatráð vantar í Ugluklett
LEIKSKÓLAKENNARA OG AÐSTOÐARMATRÁÐ VANTAR Í LEIKSKÓLANN UGLUKLETT Í BORGARNESI Leikur – Virðing – Gleði Við leikskólann Ugluklett eru lausar stöður leikskólakennara og aðstoðarmatráðs frá og með 8. ágúst n.k. Um er að ræða þrjár tímabundnar hlutastöður vegna fæðingarorlofa. Leikskólinn Ugluklettur er þriggja deilda leikskóli. Þar eru að jafnaði 65 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára. Unnið er með …
Fress í óskilum
Grár fressköttur með hvítan blett á bringunni var handsamaður í Brákarey síðastliðinn sunnudag. Þetta er ógeldur högni, ólarlaus og ekki örmerktur. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að hafa samband við, gæludýraeftirlitsmann norðan Hvítár, Huldu Geirsdóttur í síma 861-3371.
17. júní hátíðardagskrá í Borgarbyggð
Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað víða í sveitarfélaginu. Á Hvanneyri stendur Ungmennafélagið Íslendingur fyrir dagskrá og þjóðhátíðargrilli. Í Lindartungu verður ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk með leiki og veitingar. Í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá. Í Logalandi stendur Ungmennafélag Reykdæla fyrir hátíðarhöldum og hefðbundinni hangikjötsveislu. Nánari dagskrá auglýst á viðkomandi stöðum. Hátíðahöld á vegum sveitarfélagsins fara fram í …
Kettlingur í óskilum
Grábröndóttur kettlingur var handsamaður fyrir utan Borgarbraut 18 síðastliðinn laugardag. Þetta er fress á að giska 8-12 vikna gamall. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að hafa samband við, gæludýraeftirlitsmann norðan Hvítár, Huldu Geirsdóttur í síma 861-3371.
Umferðaröryggisáætlun Borgarbyggðar
Borgarbyggð hefur ráðið Ingu Björk Bjarnadóttur í sumarvinnu við skrif á Umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið en áætlunin er hluti af átaksverkefni á vegum Umferðarstofu. Markmiðið með Umferðaröryggisáætlun Borgarbyggðar er að efla öryggi í umferð í sveitarfélaginu með markvissum aðgerðum. En eins og flestir hafa eflaust tekið eftir hefur hámarkshraði í íbúðarhverfum verið lækkaður niður í 30 km/klst. Þessi hraðatakmörkun var hluti …
Kettling vantar heimili
Í gær 9. júní handsamaði gæludýraeftirlitsmaður kettling í Brákarey. Foreldrarnir eru villikettir sem halda til út í eyju, en þeir koma til með að verða handsamaðir líka um leið og til þeirra næst og hinir kettlingarnir úr sama goti hafa fundist. Kettlingurinn gæti verið um 12 vikna gamall. Hann er afar fallegur, grábröndóttur með hvíta bringu og hvítur í …
Frá Grunnskóla Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir áhugasömu fólki til starfa næsta skólaár í eftirtalin störf: Matráð við skólaeldhús Varmalandsdeildar. Æskilegt að viðkomandi hafi menntun og reynslu af rekstri mötuneyta. Skólaliðastarf við Kleppjárnsreykjadeild. Starfið felst í daglegum þrifum á skólahúsnæði, gæslu og fl. Starfsmann til að sjá um Skólasel í Hvanneyrardeild. Starfið felst í að skipuleggja viðveru og vinna með nemendum í Selinu …
Mjallhvít í Skallagrímsgarði
Leikhópurinn Lotta sýnir glænýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö í Skallagrímsgarði þann 9. júní. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Leikgerðina um Mjallhvíti og dvergana sjö gerði Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er fyrsta leikritið sem …
IsNord
Hin árlega tónlistarhátíð IsNord verður haldin helgina 10. – 12. júní. Þrennir tónleikar verða haldnir að þessu sinni, í Borgarnesi, Reykholtskirkju og Stefánshelli. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari og meðstjórnandi er Margrét Guðjónsdóttir. Hátíðin hefst föstudaginn 10. júní kl. 20.30 í Borgarneskirkju með „Er sumarið kom yfir sæinn“, tónleikum helguðum tónlist Sigfúsar Halldórssonar. Sonur Sigfúsar, Gunnlaugur, verður …