Bjarki Pétursson íslandsmeistari í golfi

júlí 29, 2011
Í gær lauk Íslandsmeistaramótinu unglinga í holukeppni í golfi á Hamarsvelli í Borgarnesi. 158 keppendur tóku þátt í mótinu sem fór mjög vel fram. Keppt var í þremur flokkum stúlkna og þremur flokkum drengja. Umsjón mótsins var í höndum Golfklúbbs Borgarness.
 
Í elsta flokki pilta, sem eru 17 – 18, ára sigraði heimamaðurinn Bjarki Pétursson eftir úrslitaleik við Skagamanninn Pétur Aron Sigurðsson. Bjarki hefur staðið sig mjög vel í golfinu, varð nýlega Borgarnesmeistari, hefur unnið stigamót GSÍ og er nýkominn heim úr keppnisferð með unglingalandsliðinu þar sem keppt var á Evrópumótinu í Tékklandi.
Til hamingju Bjarki.
 
Nánari úrslit og myndir frá mótinu í Borgarnesi má finna á http://golf.is
 

Share: