Opinn íbúafundur Tómstundanefnd Borgarbyggðar boðar hér með til opins fundar um stefnumótun í tómstundamálum í sveitarfélaginu. Með þessu móti vill Borgarbyggð virkja sem flesta til að móta stefnu í málaflokki sem varðar okkur öll. Óskað er eftir þátttöku allra þeirra sem láta sig tómstundamál varða. Ekki verður stuðst við fyrirfram ákveðna flokkun á tómstundamálum heldur mun fundurinn sjálfur …
Framkvæmdir við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri
Við grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri er nú verið að bæta aðkomuna að skólanum. Meðal þess sem gert verður er nýtt bílastæði fyrir starfsfólk og gesti skólans og snúningsplan eða nokkurs konar hringtorg fyrir skólabíl og aðra bíla, en með tilkomu hringtorgsins mun öryggi gangandi vegfarenda við skólann aukast til muna frá því sem áður var. Fyrirtækið Jörvi sér um þessa …
Aðkoma bætt að Andabæ
Við leikskólann Andabæ á Hvanneyri er nú verið að bæta aðkomuna að skólanum, þar verða bílastæði máluð og þau afmörkuð með kantsteini. Miðeyja við Arnarflöt og svæðin í kring um bílastæðin verða þökulögð og eldri gangstétt við Arnarflöt framlengd og tengt aðkomunni að leikskólanum. Verktaki í verkinu er JBH-Vélar. mynd_jh
Boðuðu verkfalli leikskólakennara aflýst
Samningar hafa náðst milli Félags leikskólakennara og Samninganefndar sveitafélaga hjá Ríkissáttasemjara. Fyrirhuguðu verkfalli leikskólakennara hefur þar af leiðandi verið aflýst og því þarf ekki að koma til lokunar leikskóla Borgarbyggðar.
Vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara
Næstkomandi mánudag, 22. ágúst, hefst verkfall leikskólakennara, hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Komi til verkfalls hefur það í för með sér að allir félagsmenn í Félagi leikskólakennara (FL) leggja niður störf og mun það hafa mikil áhrif á starfsemi leikskóla Borgarbyggðar. Ágreiningur er á milli samninganefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og FL um rétt sveitarfélaganna til að hafa …
Freyjukórinn á stefnumót
Norrænt stefnumót verður í Reykholtskirkju í dag kl. 17.00. Þar verða Freyjukórinn í Borgarfirði og Fana mannskor frá Noregi með tónleika. Kórarnir flytja lög frá Íslandi, Noregi Svíþjóð og Rússlandi. Auglýsingu má sjá hér.
Könnun á aðgengi unglinga að tóbaki
Miðvikudaginn 27. júlí 2011 fór fram könnun á vegum forvarnarhóps Borgarbyggðar á aðgengi unglinga að tóbaki í nokkrum verslunum og veitingastöðum í sveitarfélaginu. Könnunin var framkvæmd af Sigurþóri Kristjánssyni forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar Óðals, með aðstoð tveggja unglingsstúlkna frá Akranesi. Af þeim tíu stöðum sem farið var á og selja tóbak var farið að lögum um sölu á tóbaki á sex stöðum …
Innritun í Tónlistarskólann
Nemar í fiðluleikFimmtudaginn 18. ágúst næstkomandi verður Tónlistarskóli Borgarfjarðar með innritun fyrir nýnema að Borgarbraut 23. Tekið verður á móti innritunum frá kl. 14.00 – 18.00. Einnig hægt að senda tölvupóst á tskb@simnet.is eða hringja í síma 437 2330. Kennsla fer fram í Borgarnesi, á Hvanneyri, á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi. Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilisfang …
Borgfirðingar að gera það gott
Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með fréttum undanfarið því íbúar og fyrirtæki í Borgarbyggð hafa víða látið að sér kveða og unnið til verðlauna á ýmsum sviðum. Nýverið var greint frá því að Reyka vodki, sem framleiddur er af Víngerðinni í Borgarnesi, var valinn besti vodkinn í hinni árlegu samkeppni, International Wine and Spirits, nú á dögunum. Keppnin hefur …
Fjármálafulltrúi tekinn til starfa
Í vor lét Linda Björk Pálsdóttir fjármálastjóri af störfum hjá Borgarbyggð. Hún hefur verið fjármálastjóri Borgarbyggðar frá 2006 og þar áður sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit. Þegar auglýst var eftir nýjum aðila í starfið var ákveðið að breyta því nokkur frá því sem áður var og m.a. var starfsheitinu breytt í fjármálafulltrúa. Einar G. Pálsson viðskiptafræðingur var ráðinn fjármálafulltrúi og hefur hann …