Tónleikar til styrktar Jóhanni Pálssyni bónda á Smiðjuhóli fara fram í Hjálmakletti fimmtudaginn 8. september kl. 20.30. Húsið opnar kl. 20.00. Auglýsingu má sjá hér.
Borgarbyggð og Bifröst í samstarf
Nýverið undirrituðu Páll Brynjarsson sveitarstjóri og Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans Bifröst samkomulag milli Borgarbyggðar og háskólans um afslátt á þjónustukaupum sveitarfélagsins hjá skólanum. Fyrr í sumar var einnig undirritað samkomulag milli sömu aðila um kaup Borgarbyggðar á 30 milljóna stofnfé í Háskólanum á Bifröst. Kaupin koma til framkvæmda á árunum 2012 – 2014. Þjónustusamningurinn er um verulegan afslátt af kaupum …
Umferðaröryggisáætlun Borgarbyggðar
Umferðaröryggishópur var starfandi hjá Borgarbyggð frá árinu 2006 ársins 2010. Hlutverk hans var að vinna að stefnumörkun í umferðaröryggismálum í Borgarbyggð. Umferðaröryggisátak var sett af stað þann 16. mars 2010 þegar umferðaröryggishópurinn hóf samstarf við Umferðastofu. Samstarfssamningur milli Borgarbyggðar og Umferðastofu var svo undirritaður í janúar á þessu ári. Í sumar var Inga Björk Bjarnadóttir ráðin til að vinna að …
Gamli miðbærinn fegraður
Nú er unnið að lokafrágangi vegna þökulagningar í gamla miðbænum, nánar tiltekið við Brákarsund en um 1.700 m2 verða graslagðir að þessu sinni. Það er fyrirtækið HS-Verktak í Borgarnesi sem annast framkvæmdina. myndir_jh
Breyttur útivistartími 1. september
Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Útivistarreglurnar eru samkvæmt …
Laust starf í Holti
Starfsmaður óskast til starfa í Holti, skammtímavistun fyrir fötluð börn. Um er að ræða hlutastarf einvörðungu um um helgar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af vinnu með fötluðum. Launakjör eru skv. kjarasamningi Kjalar og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 12. september n.k. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Kristinsdóttir forstöðumaður í s. 4337100, …
Fjárréttir haustið 2011
Réttardagar í Borgarbyggð: Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardaginn 10. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, laugardaginn 10. sept. og sunnudaginn 11. sept. Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi sunnudag 11. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudaginn 14. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 18. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnudaginn 18. sept. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 19. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudaginn 19. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudaginn 19. sept. Grímsstaðarétt …
Tímabundin lokun Ánahlíðar
Vegna vinnu við lagnir í Ánahlíð verður gatan lokuð í dag, mánudaginn 29.08.2011 og fram eftir vikunni. Hægt verður að komast að og frá Ánahlíð um hjáleið, neðan við gafl nýbyggingarinnar og neðan við Borgarbraut 65a (íbúðarblokk aldraðra), en þar verður einnig neyðaraðkoma sjúkrabíls og slökkviliðs, ef á þarf að halda. Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar
Laust starf í skólaseli á Hvanneyri
Grunnskóli Borgarbyggðar auglýsir eftir starfsmanni í skólasel á Hvanneyri í hlutastarf. Starfið byggir á því að vinna með börnum frá því er skóla lýkur á daginn til rúmlega fjögur, fimm daga í viku. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við skólastjóra GBF Ingibjörg Ingu Guðmundsdóttur í síma 430-1504/847-9262, netfang; inga@gbf.is eða við deildarstjóra Hvanneyrardeildar Ástríði Einarsdóttur í síma 430-1526, netfang; asta@gbf.is …
Frá Umhverfis- og skipulagssviði
Grænt og fallegt_jhÍ september verða göturnar Birkiklettur og Fjóluklettur malbikaðar en þær eru samanlagt tæplega 3.000 m2 að flatarmáli. Þá verður Sólbakki norður klæddur bundnu slitlagi en gatan er um 2.000 fermetrar að flatarmáli. Verklok beggja verka eru áætluð 1. október næstkomandi og verktaki er Borgarverk. Nú er einnig verið að leggja lokahönd á þökulögn á hluta svæðisins milli þjóðvegar …