Þetta er í þriðja sinn sem þessir tónleikar eru haldnir á vegum samtakanna. Kynnir á tónleikunum verður Guðrún Jónsdóttir
Eftirtaldir kórar koma fram:
Kór Menntaskóla Borgarfjarðar, Kór Saurbæjarprestakalls, Kór Borgarnesskirkju, Samkór Mýramanna, Freyjukórinn, Gleðigjafar(kór eldri borgara), Kór Stafholtskirkju Karlakórinn Söngbræður og Reykholtskórinn.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Stjórnendur kóranna eru:
Viðar Guðmundsson og Zsuzsanna Budai
Kórarnir syngja tvö lög hver og að lokum syngja þeir saman tvö lög. Eftir tónleikana verður að vanda boðið upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunna. Tónleikarnir eru haldnir í Samstarfi við Reykholtskirkju- Snorrastofu og með tilstyrk ýmissa aðila í héraði.
Styrktaraðilar að þessu sinni eru: Sjóvá í Borgarnesi,
Kvenfélag Hvítársíðu, Íbúinn og Skessuhorn .