Félagsstarf aldraðra í Borgarnesi vantar rúðugler

Í glervinnslunni í félagsstarfi eldri borgara framleiðir fólk hvert listaverkið á fætur öðru. Heppilegast, ódýrast og umhverfisvænast er að nota brotnar rúður, sem annars er hent. Fólk er því hvatt til að koma brotnum rúðum til félagsstarfsins í stað þess að setja þær í ruslið. Hægt er að hafa samband við Ellu í síma 840 1525.    

Blóðsöfnun í Borgarnesi

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna þriðjudaginn 6. mars kl. 10.00 – 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar. Blóðgjöf er lífgjöf..  

Líf og fjör í ráðhúsi á öskudaginn

Það var líf og fjör í ráðhúsi Borgarbyggðar á öskudaginn í síðustu viku. Stöðugur straumur af hressum krökkum í skrautlegum búningum sem glöddu starfsmenn með söng og kátínu. Á meðfylgjandi myndum sem Jökull Helgason tók, má sjá nokkur þeirra sem lögðu leið sína í ráðhúsið á öskudaginn.  

Aldarminning í Safnahúsi

Margmennt var á mánudagskvöldið á opnun heimildasýningar í Safnahúsi: Dýrt spaug – aldarminning Guðmundar Sigurðssonar (1912-1972). Guðmundur var einn helsti revíuhöfundur landsins á sínum tíma og vinsæll útvarpsmaður. Hann var ættaður úr Hvítársíðu en ólst upp í Borgarnesi. Dagskrá kvöldins var fjölbreytt og skemmtileg og sérstök stemning ríkti í sýningarsal fastasýningar hússins, Börn í 100 ár. Synir Guðmundar, Guðmundur og …

Nótutónleikar Tónlistarskólans í Hjálmakletti

Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir tónleikum í Hjálmakletti í kvöld. Þetta er hluti af „Nótunni“ sem er samstarf tónlistarskólanna á Íslandi. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við Dag tónlistarskólanna sem er í lok febrúar ár hvert. Nemendur flytja fjölbreytta dagskrá, einleik og samspil/söng og munu tónleikagestir kjósa þrjú atriði sem fara áfram á Vesturlandstónleika sem haldnir verða á Akranesi í byrjun …

Hundur í óskilum – 02-27

Hundur var handsamaður við Sólbakkann í Borgarnesi nú kl. 17:30, 27. febrúar 2012. Hann er í geymslu gæludýraeftirlitsmanns. Eigandi er vinsamlega beðinn að hafa samband við gælueftirlitsmann í síma 892-5044.  

Niðurstaða þjónustukönnunar fyrir Borgarbyggð

Í október 2011 vann fyrirtækið Capacent þjónustukönnun meðal íbúa Borgarbyggðar með það að markmiði að kanna ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Könnunin var unnin dagana 4. – 20. október og úrtakið 258 manns. Svarhlutfall var 66,3%. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar hefur nú verið kynnt sveitarstjórn og stjórnendum stofnana Borgarbyggðar og þessa dagana er hún einnig til kynningar hjá nefndum sveitarfélagsins og starfsfólki. …

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2012

Borgarbyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna greiðslu fasteignaskatta. Félög og félagasamtök sem starfa að t.d. mannúðar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- og menningarmálum geta sótt um styrki vegna fasteigna þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Nánari upplýsingar er að finna í reglum um styrkina, sjá hér. Auglýsingu má sjá hér og umsóknareyðublað hér. Reglurnar og umsóknareyðublöðin …

Dýrt spaug í Safnahúsi Borgarfjarðar

Þann 27. febrúar næstkomandi verður opnuð heimildasýning um Guðmund Sigurðsson í anddyri bókasafns í Safnahúsi. Við það tækifæri verður boðið upp á dagskrá í tali og tónum um Guðmund, sem var einn fremsti revíu- og gamanvísnahöfundur Íslands á 20. öld. Guðmundur var ættaður úr Hvítársíðu en alinn upp í Borgarnesi. Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona og tengdadóttir Guðmundar syngur lög við texta …

Bjarki íþróttamaður Borgarfjarðar 2011

Á íþróttahátíð Ungmennasambands Borgarfjarðar sem fór fram síðastliðinn laugardag var afreksfólk síðasta árs heiðrað og tilkynnt um val á Íþróttamanni Borgarfjarðar. UMSB valdi að þessu sinni Bjarka Pétursson kylfing úr Golfklúbbi Borgarness sem Íþróttamann Borgarfjarðar og er þetta annað árið í röð sem Bjarki hlýtur nafnbótina. Bjarki sem fæddur er árið 1994 er með efnilegustu kylfingum landsins. Hann varð Íslandsmeistari …