Í mars á þessu ári veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2011 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Þeir styrkhafar sem ekki hafa sent inn eru hér með minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt sem allra fyrst eða í síðasta …
Útgerðarsagan fær góða dóma
Víst þeir sóttu sjóinn – Útgerðarsaga Borgfirðinga eftir Ara Sigvaldason kom út nú fyrir jólin. Í ritdómi Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu rétt fyrir jól fékk bókin góða umfjöllun og fjórar stjörnur. Áhugamenn um útgerðarsögu Borgfirðinga hafa unnið að því að halda sögunni á lofti og við lestur bókarinnar kemur í ljós að heilmikil saga er af þessu sviði atvinnulífsins segir …
Áramótakveðja
Gæfuríkt nýtt ár! Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð Borgarbyggð er virkur þátttakandi í SAMAN hópnum
Akstursstyrkir á íþróttaæfingar
Tómstundanefnd Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um akstursstyrki vegna aksturs með börn á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í sveitarfélaginu. Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast fræðslustjóra í Ráðhúsi Borgarbyggðar í síðasta lagi föstudaginn 13. janúar 2012. Reglur Borgarbyggðar um akstursstyrki Umsóknareyðublöð
Gleðileg jól
Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Jólakveðja
Jólakveðja frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð! Borgarbyggð er virkur þátttakandi í SAMAN hópnum.
Gleðileikurinn endurvakinn
Fréttatilkynning: Þriðjudaginn 27. desember á þriðja dag jóla verður Hinn guðdómlegi gleðileikur um fæðingu Jesú Kristí, jólasagan í alþýðustíl, leikin í Hjálmakletti. Ævintýrið hefst með athöfn í Borgarneskirkju kl. 18.00 en þaðan verður gengið í blysför að menntaskólanum þar sem sýningin hefst um kl. 19.00. Staðnæmst verður á leiðinni við Tónlistarskólann þar sem flutt verða jólalög af svölum skólans. …
Opnunartími íþróttamiðstöðva um jól og áramót
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi: Á þorláksmessu verður opið til kl. 18:00 og á aðfangadag jóla til kl. 12:00. Lokað verður á jóladag og annan í jólum. Á gamlársdag opið til kl. 12:00 og lokað verður á nýársdag. Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum verður lokuð alla þessa daga.
Bókakynning í Landnámssetri
Næstkomandi sunnudag 18. des. kl. 16.00 mun Óskar Guðmundsson segja frá bók sinni BRAUTRYÐJANDANUM, ævisögu Þórhalls Bjarnasonar, í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Krístín Á. Ólafssdóttir og Melkorka Óskarsdóttir syngja lög sem tengjast frásögninni.
Nýr gæludýraeftirlitsmaður norðan Hvítár
Nýr gæludýraeftirlitsmaður hefur tekið til starfa hjá Borgarbyggð. Guðmundur Skúli Halldórsson tekur við af Huldu Geirsdóttur og sinnir nú gæludýraeftirliti norðan Hvítár. Heimilt er að hringja beint í hann til að láta handsama lausa hunda og óskráða hunda og ketti. Sími Guðmundar Skúla er 892 5044. Einnig má nálgast upplýsingar hér á heimasíðu Borgarbyggðar: http://www.borgarbyggd.is/starfsemi/hreinlaetismal/