Ásthildur fræðslustjóri í leyfi

Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri á Klettaborg tekur við starfi fræðslustjóra Borgarbyggðar, tímabundið, frá 15. febrúar til 1. júní næstkomandi. Steinunn mun leysa Ásthildi Magnúsdóttur fræðlsustjóra af á meðan hún verður í veikindaleyfi. Guðbjörg Hjaltadóttir aðstoðarleikskólastjóri mun leysa Steinunni af á Klettaborg.    

Fjölmiðlar og landsbyggðin – málþing í Reykholti

Snorrastofa og Skessuhorn taka saman höndum á 14. afmælisdegi Skessuhorns, laugardaginn 18. febrúar næstkomandi og efna til opins málþings um fjölmiðla á landsbyggðinni, hlutverk þeirra og stöðu. Málþingið verður haldið í Hátíðarsal Héraðsskólans í Reykholti kl. 14.00-17.00. Það verður borið uppi af fyrirlesurum, sem hafa innsýn og reynslu af fjölmiðlum og málefnum þeirra og hafa látið þau mál til sín …

Reykjavíkurborg gerir tilboð í hluta af eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum

Nýverið samþykkti byggðarráð Borgarbyggðar að bjóða til sölu hluta af eignarhlut sínum í Faxaflóahöfnum, en sveitarfélagið á 4.84% í fyrirtækinu. Á fundi borgarráðs í 09. febrúar samþykkti Reykjavíkurborg að gera tilboð í 0.7044 af eignarhluta Borgarbyggðar i Faxaflóahöfnun. Tilboðið í hlutinn hljóðar upp á kr. 75.000.000.-     Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínumsama dag að taka tilboðinu. Samkvæmt sameignarsamningi …

Menningarsjóður Borgarbyggðar – styrkir

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast …

Ráðhúsgengið hið fyrra fékk hvatningarverðlaun Lífshlaupsins

Lífshlaupið– er keppni í hreyfingu sem haldin er fyrir vinnustaði og grunnskóla ár hvert. Lífhlaupið 2012 hófst 1. febrúar og lýkur 21. febrúar.   Ráðhús Borgarbyggðar eru með tvö lið skráð til keppni. Það er kvennaliðið ,,Ráhúsgengið hið fyrra“ og karlaliðið ,,Ráðhúsgengið hið síðara“.   Kvennalið Ráðhússins fékk ávaxtakörfu að gjöf í hvatningarleik Rásar 2 og ÍSÍ 6. febrúar. Ávaxtakarfan …

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2011

Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti, mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar, laugardaginn 11. febrúar næstkomandi klukkan 13.00. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 21. sinn. Við þetta tækifæri verða einnig veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað fram úr á árinu 2011. Jafnframt verður veitt viðurkenning úr …

Útnefningu íþróttamanns ársins frestað

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður útnefningu íþróttamanns ársins hjá Borgarbyggð, sem fara átti fram sunnudaginn 5. febrúar, frestað.   Ný tímasetning verður kynnt á allra næstu dögum.   Tómstundanefnd Borgarbyggðar      

Skák og mát í sundlauginni

Í síðustu viku, fimmtudaginn 26. janúar var skákdagurinn á Íslandi og teflt var um allt land til heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeistara. Í tilefni dagsins var sundlaugin í Borgarnesi skákvædd þegar Tinna Kristín Finnbogadóttir og Jóhann Óli Eiðsson afhendu Páli Brynjarssyni sveitarstjóra tafl frá Skákakademíunni. Tinna og Jóhann Óli vígðu taflið í heita pottinum að viðstöddum Helga Ólafssyni stórmeistara. Helgi tefldi …

Bækur Guðmundar Hjartarsonar

Nýverið barst Héraðsbókasafni Borgarfjarðar myndarleg gjöf. Um er að ræða bækur úr eigu Guðmundar Hjartarsonar fyrrverandi seðlabankastjóra, en hann lést fyrir nokkrum árum og ánafnaði Safnahúsi bókasafni sínu. Þar er margt góðra bóka og er gjöfin því talsverður styrkur fyrir héraðsbókasafnið. Guðmundur var fæddur á Litla-fjalli í Borgarhreppi en fór til Reykjavíkur 25 ára gamall og bjó þar eftir það. …

Þulur – samstarfsverkefni Tónlistarskóla og Safnahúss

Safnahús og Tónlistarskóli Borgarfjarðar hafa tekið saman höndum um tilraunaverkefni til að vekja athygli á þuluforminu og hvetja til sköpunar á grundvelli þess. Verkefnið er unnið með aðstoð Árnastofnunar sem leggur til upptökur af eldri þulum sem varðveist hafa í munnlegri geymd, kveðnar af borgfirskum konum. Um leið er skáldkonunnar Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Sveinatungu minnst með því að úrval af …