Árshátíð Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 30. maí kl. 16.30 í skjólbeltunum á Hvanneyri. Eftir dagskrá verður opið hús í skólanum á verkum nemenda. Allir hjartanlega velkomnir.
Íþróttamiðstöðin lokuð í dag, þriðjudag
Vegna námskeiðs sem starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi sækir verður íþróttamiðstöðin lokuð í dag þriðjudaginn 29. maí. Endurmenntað, hresst og kátt starfsfólkið mun svo opna aftur á miðvikudagsmorguninn, stundvíslega kl. 6.30.
Auglýsing um skipulagslýsingu
Auglýsing um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Hraunsáss 3, Borgarbyggð Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Hraunsáss 3 í Borgarbyggð sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 10. apríl 2012 og á fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012 var skipulagslýsingin samþykkt. Skipulagslýsingin er nú …
Opið hús og myndlistarsýning á Hnoðrabóli
Á morgun, miðvikudaginn 30. maí bjóða börnin á Hnoðrabóli öllum velunnurum skólans á opið hús og myndlistarsýningu í leikskólanum frá kl. 14.00 til kl. 15.45.Þar verður til einnig sölu nýútkomin uppskriftabók Hnoðrabóls og rennur allur ágóði í ferðasjóð barnanna en bókin er samvinnuverkefni foreldra, barna og starfsfólks og kostar 1.000kr. Krakkarnir bjóða foreldra, systkini, ömmur, afa, frænkur, frændur og aðra …
Kynningarblað Háskólaráðs Borgarfjarðar komið út
Háskólaráð Borgarfjarðar gaf í dag út sérstakt kynningarblað um Borgarfjörð. Er blaðinu dreift með Morgunblaðinu í dag en verður einnig sent inn á heimili í Borgarbyggð í næstu viku. Heiti blaðsins er „Borgarfjörður – hérað menntunar og menningar.“ Meginviðfangsefni þess er kynning á þeim stofnunum sem heyra undir Háskólaráð Borgarfjarðar, kynning á mennta- og menningarlífi héraðsins auk þess sem þar …
Hvítur hundur í óskilum
Hundaeftirlitsmaður sunnan Hvítár handsamaði í dag, 25. maí, hund við bæinn Ausu í Andakíl. Ekki hefur tekist að bera kennsl á hundinn. Hann er stór, hvítur og loðinn með mjóa svarta blesu á hausnum. Eigandi hundsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 435-1415 eða 868-1926. Einnig má hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa …
Klettaborg auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða – 6 ára. Megináhersluatriði leikskólans eru samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Leikskólinn Klettaborg vinnur að innleiðingu leikskólalæsis og er frumkvöðla leikskóli í heilsueflingu. Um er að ræða 93,75 % stöðu, út næsta skólaár. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi leikskólakennara eða hafa aðra sambærilega uppeldismenntun. Karlar jafnt …
Hreinsað til við slökkvistöðina á Sólbakka
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri eyddi síðustu helgi í tiltekt og fegrun við slökkvistöðina á Sólbakka í Borgarnesi. Bjarni fyllti marga ruslapoka en mikið hefur fokið til af rusli og drasli í vetur. Þá hefur hann sáð og plantað trjám á baklóð stöðvarinnar. Bjarni vonast til að aðrir starfsmenn og íbúar Borgarbyggðar taki sér þetta framtak til fyrirmyndar og hreinsi og fegri …
Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í apríl 2012
Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í apríl 2012. Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar“ má einnig sjá árangurinn í janúar, febrúar og mars 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.
Betri Borgarfjörður – Hreinsunarátak í uppsveitum
Framfarafélag Borgfirðinga og Umhverfissvið Borgarbyggðar gangast fyrir hreinsunarátaki í uppsveitum Borgarfjarðar um næstu helgi; 25.-27. maí. Borgfirðingar eru hvattir til að safna rusli í poka og koma því á næstu gámastöð. Þátttakendur geta sótt poka í Hönnubúð í Reykholti eða á Hverinn á Kleppjárnsreykjum sér að kostnaðarlausu. Lagt er í hendur íbúa sjálfra að skipuleggja átakið að öðru leyti, þannig …