Kjörskrá vegna Þjóðaratkvæðagreiðslu

október 10, 2012
Kjörskrá Borgarbyggðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer laugardaginn 20. október n.k. liggur frammi í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá og með 10. október 2012.
 
Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að hafa samband við skrifstofustjóra Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í netfangið eirikur@borgarbyggd.is .
Ef við á, getur sveitarstjórn gert leiðréttingu á kjörskrá allt fram til kjördags.
 
 

Share: