Starfsfólk óskast í félagslega liðveislu í Borgarbyggð

október 16, 2012
Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, svo sem aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.
Við erum að leita eftir hressum einstaklingum, 18 ára og eldri. Sveigjanlegur vinnutími. Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga. Umsóknir sendist á netfangið gudrunkr@borgarbyggd.is eða á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Nánari upplýsingar veita Guðrún Kristinsdóttir Þroskaþjálfi og Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi í síma 4337100.
 

Share: