Tónlistarkennarar sóttu Vínarborg heim

Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fóru í námsferð til Vínarborgar í Austurríki núna í nóvember. Kennararnir heimsóttu Tónlistarháskóla Vínarborgar / Universität für Musik und darstellende Kunst, kynntu sér Kennaradeildina og eyddu þar einum degi. Var sérlega vel tekið á móti þeim þar, þeir fengu að upplifa kennslustundir og taka þátt í þeim. Dagurinn byrjaði á fyrirlestri um skólann , síðan var gengið …

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar 2. des.

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli sunnudaginn 2. desember kl. 17.00.Dagskráin hefst með ávarpi Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Borgarbyggðar. Tónlistarskóli Borgarfjarðar sér um flutning á jólatónlist og heyrst hefur að jólasveinarnir komi af fjöllum til að gleðja börnin. Heitt kakó verður í boði. Allir velkomnir að koma og njóta andrúmslofts aðventunnar. Ef veður verður slæmt …

Herferð gegn tóbaksnotkun

Tómstundanefnd Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í morgun að farið verði í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Fræðslustjóra, forvarnarfulltrúa og forstöðumanni íþróttamannvirkja var falið að útfæra herferðina og ýta henni úr vör.  

Köttur í óskilum í Borgarnesi

Íbúi í Borgarnesi er með í vörslu sinni ómerktan kött sem ekki er vitað hver á. Þetta er ljósbrúnn fullorðinn fressköttur með gráa silfurlita endurskins-ól um hálsinn. Ef einhver kannast við að eiga þennan kött er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.  

Aukasýningar á Litlu hryllingsbúðinni

Vegna fjölda áskorana hefur leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar ákveðið að hafa tvær aukasýningar á Litlu hryllingsbúðinni. Fyrri sýningin verður í kvöld, þriðjudaginn 27. nóvember og sú seinni fimmtudaginn 29. nóvember. Báðar sýningar hefjast kl. 20.00.  

Eyrarrósin 2013

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í níunda sinn í febrúar árið 2013. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum allt frá upphafi árið 2005. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Umsækjendur um Eyrarrósina …

Úrskurður vegna álagningar sorpgjalds

Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í kæru fasteignaeiganda í Borgarbyggð gegn sveitarfélaginu þar sem fasteignaeigandinn taldi að ekki hafi verið rétt staðið að álagningu sorpgjalda á árinu 2012. Niðurstaða nefndarinnar var að Borgarbyggð beri að fella niður það sorpgjald sem lagt var á í upphafi árs 2012. Úrskurðurinn hefur verið tekinn fyrir hjá byggðarráði og sveitarstjórn Borgarbyggðar …

Aukasýning á Litlu hryllingsbúðinni

Frá leikfélagi Menntaskóla Borgarfjarðar: Við þökkum frábærar viðtökur á sýningunni okkar, Litlu hryllingsbúðinni. Miðarnir seljast og seljast og vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að hafa aukasýningu, sunnudaginn 25. nóvember kl. 17.00. Við ákváðum þennan tíma sérstaklega með fjölskyldufólk í huga og hlökkum við til að sjá sem flesta unga sem aldna. Miðasala í síma: 616-7417 eða 862-8582, einnig er …

Smáborgarabrúðkaup – sýningum fjölgað

Leikdeild Ungmennafélagsins Íslendings hefur undanfarið sýnt leikritið Smáborgararbrúðkaup eftir Bertolt Brech í Brún í Bæjarsveit. Ákveðið hefur verið að bæta við sýningum á þetta bráðskemmtilega leikrit. Næstu sýningar verða miðvikudaginn 21. nóvember, þriðjudaginn 27. nóvember, miðvikudaginn 28. nóvember, föstudaginn 30. nóvember og síðasta sýning verður sunnudaginn 2. desember. Allar sýningarnar hefjast klukkan 21.00. Leikdeildin vonast til þess að sem flestir …

Tónleikar Svavars Knúts

Tónlistarfélag Borgarfjarðar minnir á tónleika Svavars Knúts í Landnámssetrinu fimmtudagskvöldið 22. nóv. Sveitin milli stranda, sem skipuð er ungmennum úr héraði, hitar upp. Dagskráin hefst klukkan 20.00. Miðaverði er stillt í hóf og aðgangur er ókeypis fyrir yngri en 18 ára! Svavar Knútur hefur undanfarin ár getið sér gott orð, jafnt innanlands og utan, með skemmtilegri sagnamennsku, frumsömdum lögum og …