Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar 2012

febrúar 28, 2013
Út er komin ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast á slóðinni http://www.borgarbyggd.is/starfsemi/felagsthjonusta/ , en þar er einnig að finna skýrslur fyrri ára. Fram kemur að talsverður stígandi er í félagsþjónustunni og aukin eftirspurn eftir þjónustu. Þannig hefur málafjöldi meira en tvöfaldast á síðustu 10 árum, en á síðasta ári kom félagsþjónustan að málefnum 222 einstaklinga/fjölskyldna í félagsþjónustu og barnavernd.
Félagsþjónustan annast einnig þjónustu við fólk með fötlun og sinnti málefnum 53 einstaklinga með fötlun á síðasta ári.
 

Share: