118 heimili njóta félagslegrar heimaþjónustu

mars 11, 2013
Í ársskýrslu félagsþjónustu Borgarbyggðar kemur fram að á síðasta ári nutu 118 heimili félagslegrar heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Ellilífeyrisþegar eru stærsti hluti notenda eða 90 en öryrkjar njóta einnig þjónustunnar. Fram kemur að þjónustuþegar eru flestir í Borgarnesi eða 86, en 32 búa í dreifbýlinu. Konur á ellilífeyri eru stærsti hópur notenda eða 42 meðan karlar á ellilífeyri eru 21 og hjón á ellilífeyri 27. Sjá: http://www.borgarbyggd.is/starfsemi/felagsthjonusta/
 
 

Share: