Tveir hundar í óskilum

mars 11, 2013
Tveir svartir og hvítir Border Collie hundar eru í vörslu Borgarbyggðar. Þeir voru handsamaðir í Svignaskarði í dag en þar höfðu þeir verið á vergangi frá því síðastliðinn laugardag. Þeir eru vel haldnir, mjög hlýðnir og greinilega vanir að vera saman.
 
Telji sig einhver eiga þessa hunda má hafa má samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433 7100 eða í síma 868 0907.
 

Share: