Í október – nóvember 2012 vann fyrirtækið Capacent þjónustukönnun meðal íbúa Borgarbyggðar með það að markmiði að kanna ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Kannaðir voru ýmsir þættir s.s. hvort íbúar væru ánægðir með Borgarbyggð sem stað til að búa á, hversu ánægðir þeir væru með skipulagsmál og gæði umhverfisins og ýmsa þá þjónustu sem Borgarbyggð er með. Þá var einnig …
Bar-par frumsýnt í Logalandi
Frá Ungmennafélagi Reykdæla: Ungmennafélag Reykdæla frumsýnir 1. mars nk. leikritið Bar-par eftir Jim Cartwright. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson, og er þetta þriðja skiptið í röð sem hann leikstýrir hjá UMFR. Leikendur, sem eru tólf talsins, eru á ýmsum aldri, sá yngsti 10 ára og sá elsti á óræðum aldri. Sumir að taka þátt í sinni fyrstu sýningu, en aðrir hafa …
Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar 2012
Út er komin ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast á slóðinni http://www.borgarbyggd.is/starfsemi/felagsthjonusta/ , en þar er einnig að finna skýrslur fyrri ára. Fram kemur að talsverður stígandi er í félagsþjónustunni og aukin eftirspurn eftir þjónustu. Þannig hefur málafjöldi meira en tvöfaldast á síðustu 10 árum, en á síðasta ári kom félagsþjónustan að málefnum 222 einstaklinga/fjölskyldna í félagsþjónustu og barnavernd. Félagsþjónustan …
Stássmeyjarkvæði í Reykholti
Stórtónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Stássmeyjarkvæði, verða í Reykholtskirkju sunnudaginn 3. mars næstkomandi kl. 20.00. Kristín A. Ólafsdóttir þjóðlagasöngkona flytur, ásamt fjölda hljóðfæraleikara, íslensk þjóðlög og þulur í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Hljóðfæraleikararnir sem koma fram með Kristínu: Íris Dögg Gísladóttir fiðla Elín Rún Birgisdóttir fiðla Ásdís Runólfsdóttir víóla Kristín Lárusdóttir selló Gunnar Hrafnsson kontrabassi Berglind Stefánsdóttir flautur …
Herferð gegn tóbaksnotkun
Á fundi tómstundanefndar Borgarbyggðar í vetur, var ákveðið að farið yrði í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Sett hafa verið upp plaköt í öllum íþróttahúsunum til að minna á bannið og auðvelda starfsfólki að fylgja því eftir. Mest ber á notkun munntóbaks en reykingar eru helst vandamál þegar viðburðir s.s. íþróttaleikir eru í húsunum. Bann við tóbaksnotkun …
Opinn umræðu- og kynningarfundur um drög að samþykkt um búfjárhald
Minnt er á umræðu- og kynningarfund í Hjálmakletti í kvöld, 26. febrúar, kl. 20:30 um drög að samþykkt um búfjárhald. Sjá hér eldri frétt þar sem skoða má framlögð drög að samþykktinni. http://www.borgarbyggd.is/frettir/nr/137407/
Áfram hægt að sjá Ingiríði
Vegna afar góðrar aðsóknar á sýningu Safnahúss á upptöku af leikriti Trausta Jónssonar, Ingiríði Óskarsdóttur hefur verið ákveðið að lengja sýningartímabilið til 8. mars. Upptakan er frá sýningu leikdeildar Skallagríms á verkinu árið 1985 en þá hlaut leikritið rífandi aðsókn. Sýningar eru í Hallsteinssal alla virka daga kl. 16.00.
Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð 2013
Söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð árið 2013 fer fram eftirfarandi tímabil: 25. febrúar til 6. mars, 10. til 20. júní og 25. nóvember til 4. desember. Sjá auglýsingu.
Vinavika knattspyrnudeildar Skallagríms
Síðasta vikan í febrúar er vinavika knattspyrnudeildar Skallagríms. Þá geta þeir sem eru að æfa fótbolta boðið vini eða vinum sínum með á æfingar. Vinirnir þurfa ekki að borga æfingagjöld þá viku. Það eru allir vinir í fótbolta hjá Skallagrími. Sjá auglýsingu um vinavikuna hér
Samþykkt um búfjárhald i Borgarbyggð
Opinn umræðu- og kynningarfundur um drög að samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 20.30. Hér undir má sjá drögin sem verða til umfjöllunar. Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar mun fjalla um þær athugasemdir og ábendingar sem koma fram á fundinum á næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður í byrjun mars. Þau sem ekki …