Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir Laus til umsóknar er staða deildarstjóra í Hvanneyrardeild GBF. Um er að ræða 100% starf. Stjórnunarhlutfall þess er 38% og 62% kennsluskylda. Umsóknarfrestur er til 18. mars næstkomandi. Kennaramenntun er áskilin og reynsla í stjórnun í grunnskóla. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, í síma 430 -1500/847-9262. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið …
Stóðu sig vel í Lífshlaupinu
Grunnskólinn í Borgarnesi tók þátt í Lífsshlaupinu líkt og margir aðrir skólar og vinnustaðir. Byggir þátttakan á því að allir skrái hreyfingu sína í tilgreindan tíma, í þetta skiptið 14 daga. Skólinn varð í 3. sæti í sínum flokki og af öllum árgöngum skólans var 2. bekkur einna duglegastur að hreyfa sig. Myndin sem hér fylgir er af nemendum 2. …
Gleðivika á Klettaborg
Næsta vika verður Gleðivika á leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Lögð verður áhersla á litina og eitthvað öðruvísi en vant er, sérstakt og skemmtilegt verður gert á hverjum degi. Til að mynda fær hver vikudagur sinn lit og hlutverk, mánudagur verður t.d. gulur ævintýradagur og fimmtudagur verður ekki bara blár heldur verður allt í rugli líka! Dagskrá Gleðivikunar má sjá hér. …
Sveitarstjórnarfundur
Næsti fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 14. mars n.k. í fundarsal ráðhússins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Dagskrá fundarins má sjá á heimasíðu Borgarbyggðar undir liðnum stjórnsýsla.
Bókagjöf til Grunnskólans í Borgarnesi
Grunnskólinn í Borgarnesi fékk á dögunum veglega bókagjöf. Það voru fulltrúar Kvenfélags Borgarness sem komu færandi hendi í skólann og gáfu milli 70 og 80 bækur. Þær Jóhanna Skúladóttir, Sæbjörg Kristmannsdóttir og Inga Birna Tryggvadóttir fylgdu svo gjöfinni úr hlaði. Þessar bækur nýtast afar vel í læsisverkefninu í 1. og 2. bekk en af hverri bók eru mörg eintök. Skólinn …
118 heimili njóta félagslegrar heimaþjónustu
Í ársskýrslu félagsþjónustu Borgarbyggðar kemur fram að á síðasta ári nutu 118 heimili félagslegrar heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Ellilífeyrisþegar eru stærsti hluti notenda eða 90 en öryrkjar njóta einnig þjónustunnar. Fram kemur að þjónustuþegar eru flestir í Borgarnesi eða 86, en 32 búa í dreifbýlinu. Konur á ellilífeyri eru stærsti hópur notenda eða 42 meðan karlar á ellilífeyri eru 21 og …
Tveir hundar í óskilum
Tveir svartir og hvítir Border Collie hundar eru í vörslu Borgarbyggðar. Þeir voru handsamaðir í Svignaskarði í dag en þar höfðu þeir verið á vergangi frá því síðastliðinn laugardag. Þeir eru vel haldnir, mjög hlýðnir og greinilega vanir að vera saman. Telji sig einhver eiga þessa hunda má hafa má samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433 7100 eða …
Frestun á losun endurvinnsluúrgangs í Borgarnesi
Kæru íbúar í Borgarnesi Tæma átti grænu tunnurnar hjá íbúum í Borgarnesi í gær þann 6. mars, en vegna veðurs hefur því verið frestað til morguns þ.e. föstudagsins 8. mars.
Yfirlit yfir árangur íbúa i flokkun úrgangs fyrir allt árið 2012
Sett hefur verið á heimasíðuna skjal sem sýnir magn og hlutfall sorpflokkunar já íbúum Borgarbyggðar fyrir allt árið 2012. Sjá hér.
Border Collie tíkur er saknað
Þeir sem hafa séð á vergangi stóra, svarta og hvíta Border Collie tík, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100. Hennar hefur verið saknað frá heimili sínu frá því á mánudag. Líklegast er að hún haldi sig einhversstaðar á svæðinu frá Borgarnesi og vestur að Haffjarðará.