Stjórn Lýðheilsusjóðs hefur úthlutað styrkjum úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2013.
Leikskólinn Klettaborg fékk kr. 800.000,- í styrk til verkefnisins „Heilsueflandi leikskóli“
Klettaborg er tilraunaleikskóli fyrir verkefnið Heilsueflandi leikskóli sem nú er unnið að hjá Embætti landlæknis, byrjað var að vinna að verkefninu í Klettaborg haustið 2011 um leið og innleiðing hófst í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Innan leikskólans hefur starfað stýrihópur frá þeim tíma sem í eru 3 leikskólakennarar auk leikskólastjóra. Markmiðið með verkefninu er að leikskólinn vinni markvisst heilsueflandi skólastarf og setji sér heildræna stefnu með góðu samstarfi allra starfsmanna leikskólans, foreldra, barna og nærsamfélags.