Vinnuskólinn og sumarstarf barna

júní 14, 2013
Frá Sissa í Vinnuskólanum:
Vinnuskóli Biorgarbyggðar tók til starfa mánudaginn 10. júni. Einungis 45 unglingar mættu til vinnu en það telst ansi lítið miðað við síðastliðin ár. Tómstundaskóli (leikjanámskeið og kofabyggð) hófst einnig fyrir yngsta stig og miðstig og þar er aftur á móti mjög góð þáttaka. Borgarbyggð hefur verið með leikjanámskeið undanfarin ár fyrir krakka í 5.-7. bekk og síðustu tvö sumur hefur verið boðið upp á sumarfjör fyir krakka í 1.-4. bekk.
Síðan þá hefur leiðin legið uppá við og nú í ár starfa 48 krakkar í yngri hópnum og 32 krakkar í þeim eldri. Hildur Hallkelsdóttir fer fyrir starfinu hjá þeim yngri og Halldór Óli Gunnarsson er með eldri hópnum. Þá eru 2 flokksstjórar vinnuskólans, þau Bjarki Pétursson og Þorkatla Inga Karlsdóttir þeim til aðstoðar og sjá um að unglingarnir í vinnuskólanum hafi nóg að gera. Fyrstu vikurnar munu þau aðallega aðstoða í barnastarfinu en halda svo út á mörkina þegar það fer að hægjast um.
Í þriðju viku fáum við liðsstyrk frá Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur leikstjóra úr Reykjavík. Hún mun búa til eða setja upp brúðuleikhús eða leikrit /söng með vinnuskólanum og krökkunum sem eru í tómstundarskólanum. Afraksturinn verður svo sýndur í Skallagrímsgarði á Brákarhátíð. Það eru Neðribæjar samtökin sem hafa veg og vanda af þeirri vinnu en samtökin fengu styrk frá Menningarsjóði Vesturlands nú í vor til að fjármagna leikhúsið.
Það er töluverð breyting fyrir okkur hér í Borgarbyggð að sjá ekki krakkana úti að vinna í gulu vestunum sínum nú í byrjun júní. Aðrir aðilar munu koma til með að aðstoða við að halda bænum hreinum og fínum þar sem að krakkarnir í vinnuskólanum eru svo fá í ár.
 

Share: