Frá Sissa í Vinnuskólanum:

Síðan þá hefur leiðin legið uppá við og nú í ár starfa 48 krakkar í yngri hópnum og 32 krakkar í þeim eldri. Hildur Hallkelsdóttir fer fyrir starfinu hjá þeim yngri og Halldór Óli Gunnarsson er með eldri hópnum. Þá eru 2 flokksstjórar vinnuskólans, þau Bjarki Pétursson og Þorkatla Inga Karlsdóttir þeim til aðstoðar og sjá um að unglingarnir í vinnuskólanum hafi nóg að gera. Fyrstu vikurnar munu þau aðallega aðstoða í barnastarfinu en halda svo út á mörkina þegar það fer að hægjast um.
Í þriðju viku fáum við liðsstyrk frá Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur leikstjóra úr Reykjavík. Hún mun búa til eða setja upp brúðuleikhús eða leikrit /söng með vinnuskólanum og krökkunum sem eru í tómstundarskólanum. Afraksturinn verður svo sýndur í Skallagrímsgarði á Brákarhátíð. Það eru Neðribæjar samtökin sem hafa veg og vanda af þeirri vinnu en samtökin fengu styrk frá Menningarsjóði Vesturlands nú í vor til að fjármagna leikhúsið.
Það er töluverð breyting fyrir okkur hér í Borgarbyggð að sjá ekki krakkana úti að vinna í gulu vestunum sínum nú í byrjun júní. Aðrir aðilar munu koma til með að aðstoða við að halda bænum hreinum og fínum þar sem að krakkarnir í vinnuskólanum eru svo fá í ár.