Við alþingiskosningar laugardaginn 27. apríl 2013 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo Lyngbrekkukjördeild …
Afkoma Borgarbyggðar jákvæð á árinu 2012 – sveitarfélagið greiðir niður skuldir
Rekstur Borgarbyggðar gekk mun betur á árinu 2012 en gert hafði verið ráð fyrir, sem skýrist m.a. af því að skatttekjur voru meiri en áætlað var og fjármagnskostnaður reyndist nokkru minni en áætlun gerði ráð fyrir vegna endurútreiknings á vöxtum á láni í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arionbakna. Þetta kemur fram í ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2012 …
Gleðilegt sumar
Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu sumarkveðjur!
Vatnaskil í Reykholtsdal
Í dag, síðasta vetrardag, verður ný vatnsveita tekin í notkun í Reykholtsdal. Veitan er orðin langþráð þar sem þurrkarnir síðustu sumur hafa valdið vatnsskorti í dalnum. Skrúfað verður frá brunahana við slökkvistöðina í Reykholti klukkan 16 á morgun, miðvikudag, að viðstöddum Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra Borgarbyggðar og Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orkuveitunnar. Vatnsveitan eflir líka brunavarnir í Reykholti, þar sem varaeintakasafn …
Fréttatilkynning frá Slökkviliði Borgarbyggðar og Brunavörnum Suðurnesja
Fimmtudaginn 18. apríl s.l. voru undirritaðir í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi tveir samningar, annarsvegar um aukið samstarf og gagnkvæma aðstoð við slökkvistarf og mengunaróhöpp, hinsvegar yfirlýsing um samstarf slökkviliðanna vegna þjálfunar slökkviliðsmanna. Samningana undirrituðu þeir Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja fyrir þeirra hönd og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar fyrir hönd slökkviliðs Borgarbyggðar. Stutt er síðan þeir félagar Bjarni K. …
Borgfirskt landslag og málverk Tolla í Safnahúsi
Tolli og Bubbi í Safnahúsi Þorlákur Morthens, betur þekktur sem Tolli, sýnir málverk og teikningar í Safnahúsi sumarið 2013 og verður sýning hans opnuð á sumardaginn fyrsta kl. 13.00. Þar segir Tolli stuttlega frá verkum sínum og Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Tolli verður síðan viðstaddur á sýningunni til kl. 16.00. Sýningin stendur 25. apríl til 5. ágúst 2013. Þess …
Vel heppnað menntaþing
Síðastliðinn föstudag 19. apríl, var haldið Menntaþing í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þátttakendur á þinginu voru starfsmenn allra skólastofnana í Borgarbyggð.Á þinginu, sem um 200 manns sátu, var m.a. rætt um hvar sameiginleg tækifæri leynast og dregið fram það samstarf sem þegar er í gangi milli skólanna. Þar gafst skólastarfsfólki, foreldrafulltrúum og sveitarstjórnarmönnum tækifæri til að ræða um samstarf, möguleika til …
Fréttabréf Kettaborgar
Fréttabréf leikskólans Klettaborgar í Borgarnesi er komið út. Smellið hér til að lesa fréttabréfið.
Matjurtagarðar í sumar
Íbúum Borgarbyggðar gefst, líkt og undanfarin ár, kostur á að taka á leigu matjurtagarða í Borgarnesi í sumar. Garðarnir eru í landi Gróðrastöðvarinnar Gleymérei. Boðið er upp á tvær stærðir garða, 15 m2 á kr. 4.148 og 30 m2 á kr. 5.880. Áhugasamir hafi samband við Björgu Gunnarsdóttur, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða með því að senda …
Umsjón með sumarstarfi barna
Starfsmenn óskast til að hafa umsjón með sumarstarfi barna er skóla lýkur í vor Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar að starfsmönnum til að halda utan um sumarnámskeið fyrir börn frá byrjun júní til byrjun júlí. Um er að ræða tvö störf: umsjón sumarstarfs fyrir 7- 10 ára börn og umsjón sumarstarfs fyrir 11- 13 ára börn. Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu …