Starfsfólk íþróttamiðstöðvar í námsferð

ágúst 22, 2013
Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi hefur fengið styrk úr mannauðssjóði Kjalar til að fara í náms- og kynningarferð. Farið verður til í fjögurra daga ferð til Berlínar og lagt af stað fimmtudaginn 29. ágúst. Þar munu þau skoða sundlaugar, fjölnota íþróttahús og ólympíuleikvang. Veglegur styrkur fékkst úr sjóðnum til ferðarinnar en Kjölur er stéttarfélag starfsmanna íþróttamiðstöðvarinnar. Íþróttahúsið verður opið eins og venjulega.
 

Share: