Sveitarstjórnir funda á Arnarvatnsheiði

ágúst 22, 2013
Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Húnaþings vestra komu saman til fundar í skálanum í Álftárkróki á Arnvatnsheiði nýverið. Einnig sat Snorri Jóhannesson frá Sjálfseignarstofnunni um Arnarvatnsheiði fundinn.
Á fundinum voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál sem snúa að Arnarvatnsheiði. Má þar nefna samgöngur, skipulagsmál, veiði og ferðaþjónustu, landbúnaðarmál og þjóðlendumál. Fundurinn var afar gagnlegur og voru aðilar sammála um að skipa hóp sem hittist reglulega og fer yfir þessi sameiginlegu málefni.
Myndina tók Snorri Jóhannesson af hópnum við skálann.
 

Share: