Skráning í skátana – vetrarstarfið að hefjast

Vetrarstarf Skátafélags Borgarness er að hefjast og eins og alltaf verður mikið að gera hjá skátunum í vetur; leikir, útivera og fullt af fjöri. Meðal annars stendur til að fara í félagsútilegu, í vetrarstarfinu verður lögð áhersla á undirbúning fyrir landsmótið næsta sumar og fleira verður til gamans gert. Krakkar eru hvattir til að koma og vera með en skráning …

Sýningar í Safnahúsi opnar allt árið

Vetraropnun á sýningum hefur nú tekið gildi í Safnahúsi og eru þær þá opnar kl. 13.00-16.000 alla virka daga en á öðrum tímum eftir samkomulagi. Opið hefur verið alla daga frá því snemma í vor og er þetta í fyrsta sinn sem sýningar hússins eru með fastan opnunatíma allt árið. Héraðsbókasafnið er eftir sem áður opið alla virka dga frá …

Gróðursetningardagur á Uglukletti

Í síðustu viku var efnt til gróðursetningardags á leikskólanum Uglukletti. Foreldrar voru beðnir um að koma eftirmiðdagsstund til að gróðursetja og fínpússa lóðina fyrir veturinn. Foreldrar og velunnarar leikskólans brugðust vægast sagt vel við, milli 90 og 100 manns mættu og tóku til hendinni. Þar voru á ferð, leikskólabörnin sjálf, foreldrar, systkini, ömmur, starfsfólk og makar. Hópurinn plantaði um 150 …

Tómstundaakstur í vetur

Tómstundaakstur úr uppsveitum hófst um leið og annar skólaakstur nú í ágúst. Ekið verður út skólaárið, alla virka daga óháð því hvort það er skóli eða ekki.     Tímasetningar: Frá Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Kleppjárnsreykjum 13:45 15:15 15:15 15:15 13:45 Hvanneyri 14:10 15:40 15:40 15:40 14:10 Varmalandi 13:45 15:15 15:15 15:15 13:45 Vetraráætlun Strætó BS hefst 15. september. …

Íbúafundur um göngustíga í Borgarnesi

Borgarbyggð boðar til íbúafundar í Landnámsetrinu laugardaginn 31. ágúst kl. 10.30. Fundarefnið eru göngustígar í Borgarnesi, m.a. fyrirhugaður stígur frá Kjartansvelli að íþróttamiðstöðinni. Allir íbúar eru velkomnir á fundinn en íbúar við Kjartansgötu og Þorsteinsgötu eru sérstaklega hvattir til að mæta.    

Söngtónleikar í Borgarneskirkju

Sópransöngkonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Sigrún Björk Sævarsdóttir halda tónleika í heimabæjum sínum, Borgarnesi og Stykkishólmi. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarneskirkju miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20.00 og þeir seinni í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 29. ágúst kl. 20.00. Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Á tónleikunum verður flutt blönduð dagskrá með þekktum íslenskum sönglögum og óperuaríum. Sigríður Ásta stundaði nám við …

Grunnskólinn í Borgarnesi – ný rennihurð

Í júlímánuði í sumar var lokið við að setja sjálfvirka rennihurð í Grunnskólann í Borgarnesi. Nýja rennihurðin er í innganginum þar sem krakkar á miðstigi skólans ganga um og bætir aðgengi að húsinu til muna. Hurðin var keypt frá Gluggasmiðjunni í Reykjavík og sá fyrirtækið jafnframt um uppsetningu hennar.  

Hundur í óskilum 08-25

Svartur og hvítur Border Collie hundur hefur verið í vörslu gæludýraeftirlits Borgarbyggðar frá því í síðustu viku. Hann var handsamaður fyrir utan Hótel Borgarnes. Hann er ómerktur, hvorki með ól né örmerki.   Telji sig einhver eiga þennan hund er sá vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 og eftir lokun skiptiborðs í síma 868-0907.  

Starfsfólk íþróttamiðstöðvar í námsferð

Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi hefur fengið styrk úr mannauðssjóði Kjalar til að fara í náms- og kynningarferð. Farið verður til í fjögurra daga ferð til Berlínar og lagt af stað fimmtudaginn 29. ágúst. Þar munu þau skoða sundlaugar, fjölnota íþróttahús og ólympíuleikvang. Veglegur styrkur fékkst úr sjóðnum til ferðarinnar en Kjölur er stéttarfélag starfsmanna íþróttamiðstöðvarinnar. Íþróttahúsið verður opið eins og …

Sveitarstjórnir funda á Arnarvatnsheiði

Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Húnaþings vestra komu saman til fundar í skálanum í Álftárkróki á Arnvatnsheiði nýverið. Einnig sat Snorri Jóhannesson frá Sjálfseignarstofnunni um Arnarvatnsheiði fundinn. Á fundinum voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál sem snúa að Arnarvatnsheiði. Má þar nefna samgöngur, skipulagsmál, veiði og ferðaþjónustu, landbúnaðarmál og þjóðlendumál. Fundurinn var afar gagnlegur og voru aðilar sammála um að skipa hóp sem …