Galdralest Einars Mikaels

Galdralest Einars Mikaels verður á fleygiferð um landið næstu daga og verður fyrsta sýning í Óðali í Borgarnesi laugardaginn 2. nóvember og hefst sýningin kl. 19,30. Einar verður með fullt fangið af glænýjum atriðum ásamt sívinsælu dúfunum sem aðstoða hann í sýningunni. Einar hefur áður farið svona ferð um landið þar sem allur ágóði af miðasölu rennur beint til Barnaspítala …

Byggðarráð – málefni háskóla í Borgarfirði

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun, fimmtudaginn 31. október voru málefni og framtíðarhorfur háskólanna í Borgarfirði rædd en í fjálagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi skólanna.   Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun: „Byggðarráð Borgarbyggðar skorar á menntamálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að endurmeta afstöðu sína til háskólaumhverfisins í Borgarbyggð sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi. Háskólarnir eru í lykilhlutverki hvað varðar atvinnulíf …

Sjö umsóknir um stöðu skólastjóra

    Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi er nú runninn út. Alls bárust 7 umsóknir um stöðuna. Unnið verður úr umsóknum á næstu dögum í samstarfi við Hagvang.   Eftirtaldir sóttu um stöðu skólastjóra: Hilmar Már Arason, Borgarnesi Hrönn Traustadóttir, Reykjavík Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Flókadal Jón Einar Haraldsson, Akureyri Kristinn Svavarsson, Reykjavík Signý Óskarsdóttir, Borgarnesi Sigríður Birgisdóttir, Reykhólum …

Tónleikar í Borgarneskirkju – Stúlka frá Kænugarði

Tónleikar verða í Borgarneskirkju í kvöld, miðvikudaginn 30. október kl. 20.00. Flytjendur eru söngkonan Alexandra Chernyshova, Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona.Á efnisskrá eru úkraínsk þjóðlög, sum hver frá 16 öld. Lögin verða sungin í útsetningum frægra úkraínskra tónskálda á borð við Lisenko, Ljatoshinskiy, Zaremba, Chisko, Verjevki og Kaufmana. Létt og skemmtileg dagskrá um klukkustundar löng. Allir velkomnir. …

Þriðji bekkur á þjóðahátið

                          Þjóðahátíð var haldin í Hjálmakletti á sunnudaginn. Nemendur í þriðja bekk Grunnskólans í Borgarnesi voru meðal þeirra sem þar komu fram.Krakkarnir sungu tvö lög, „Zimska pesma“ sem er serbneskt lag um veturinn og „Meistari Jakob“ á sex tungumálum; íslensku, serbnesku, spænsku, tagalog, dönsku og ensku. Nemendur bekkjarins …

Kapphlaupið um lífið

                      Á miðvikudag í síðustu viku, lögðu nemendur úr 7. bekk Grunnskólans í Borgarnesi land undir fót og héldu á Akranes. Þar tóku þau þátt í „Kapphlaupinu um lífið“ í Akraneshöllinni. Að hlaupinu sem er boðhlaups maraþon, stóð Barnaheill-Save the Children á Íslandi.Hlaupinu er ætlað að vekja athygli á og …

Blóðbankabíllinn á Hvanneyri og Bifröst

  Þriðjudaginn 29. október verður Blóðbankabíllinn á Hvanneyri, við landbúnaðarháskólann, frá kl. 10.00-12.00 og á Bifröst, við háskólann, frá kl. 14.00-17.00.  

Frumsýning í Landnámssetri

Laugardaginn 26. október kl. 20.00 frumsýnir Einar Kárason Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns. Einar er sagnamaður af lífi og sál og hrífur áhorfendur auðveldlega með sér inn í töfraheim sagnalistarinnar. Að þessu sinni fer hann í gegnum Íslandssöguna í 1000 ár, allt frá tímum Grettis Ásmundarsonar til Péturs Hoffmanns. Einar segir sögur af alvöru hetjum, merkilegu og skemmtilegu …

Leiðtogaverkefni innleitt – The leader in me

Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri hefur undirritað, fyrir hönd Borgarbyggðar, samning við Frankley Covey um innleiðingu á leiðtogaverkefninu The Leader in Me (Leiðtoginn í mér) í leikskólana Andabæ, Hnoðraból, Klettaborg og Ugluklett og Grunnskóla Borgarfjarðar. The Leader in Me er hugmyndafræði fyrir skóla sem byggir á bók Steven R. Covey 7 Habits of Highly Effective People og gengur út á það að …

Borgarnes bærinn okkar – fundur Neðribæjarsamtakanna

Skemmtileg og skapandi verkefni framundan Neðribæjarsamtökin verða með opinn fund í Edduveröld mánudaginn 28. október kl. 20.00. Farið verður yfir helstu verkefni sem Neðribæjarsamtökin gætu unnið að árið 2014 og rætt um hvernig hlúa má að þeim þannig að þau vaxi og dafni. Sérstakur gestur fundarins verður Þorgrímur Kolbeinsson frá Víkingafélaginu Glæsi í Grundarfirði. Neðribæjarsamökin eru opið félag fyrir þá …