Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar eftir tilnefningum frá almenningi til íþróttamanns Borgarfjarðar 2013. Tilnefningum má skila á netfangið umsb@umsb.is eða senda á skrifstofu UMSB að Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi í síðasta lagi mánudaginn 13. janúar 2014. Í tilnefningunni þarf að koma fram nafn íþróttamanns sem er tilnefndur og íþróttagrein sem hann er tilnefndur fyrir ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni.
Verðlaunaafhending þar sem íþróttafólkinu okkar verða veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og íþróttamaður Borgarfjarðar 2013 verður heiðraður verður auglýst fljótlega.