Foreldradagurinn 2013 í Hjálmakletti

Heimili og skóli – landssamtök foreldra munu þann 22. nóvember nk. standa fyrir Foreldradeginum í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Hvernig geta foreldrar unnið að forvörnum og stuðlað að velferð barna? Foreldradagur Heimilis og skóla verður nú haldinn í þriðja sinn og er markmiðið nú sem endranær að bjóða upp á vandaða og gagnlega fræðslu fyrir foreldra. Boðið verður upp á …

Ný umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

Á sveitarstjórnarfundi þann 14. nóvember síðastliðinn kaus sveitarstjórn Borgarbyggðar í nýja Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd en skv. nýrri samþykkt um stjórn Borgarbyggðar verður breyting á nefndum. Tómstundanefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd, landbúnaðarnefnd og Borgarfjarðarstofa hætta störfum og verkefni þeirra flytjast í aðrar nefndir. Í nýrri umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd sitja:Aðalmenn: Ingibjörg Daníelsdóttir formaður Sigurður Guðmundsson varaformaður Jónína Erna Arnardóttir Kolbeinn Magnússon …

Íbúafundur í Hjálmakletti

Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar um málefni Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands. Fundurinn fer fram í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 21. nóvember og hefst kl. 20.00 Íbúar er hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um málefni skólanna. Sveitarstjórn Borgarbyggðar    

Þreksalurinn er lokaður

Vegna framkvæmda í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi er þreksalurinn lokaður föstudaginn 15. nóvember og laugardaginn 16. nóvember. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.   Opnum aftur sunnudaginn 17. nóvember  

Tónlistarskólinn með hljóðfærakynningar

Í síðustu viku var Tónlistarskóli Borgarfjarðar með hljóðfærakynningar í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Kennarar og nemendur skólans fengu frábærar móttökur á öllum stöðum. Börn og fullorðnir virtust hafa gaman af og sérlega skemmtilegt var að sjá að börnin nutu þess að hlusta. Börnin fóru heim með kynningarpésa sem skólinn hefur fengið mjög góð viðbrögð við, en eins og fram …

Sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar

Sagnakvöld Safnahúss Borgarfjarðar verður að þessu sinni haldið miðvikudaginn 13. nóvember. Í ár verður lesið upp úr tveimur bókum sem báðar tengjast Andakílnum, annars vegar Frá hestum til hestafla eftir Bjarna Guðmundsson safnamann á Hvanneyri og hins vegar bók Braga Þórðarsonar: Snorri á Fossum. Í lok dagskrár munu Bjarni og Snorri taka nokkur lög, en þeir eiga margháttað samsöngsafmæli um …

Starf leikskólakennara á Andabæ

Í leikskólanum Andabæ er laust starf leikskólakennara frá 2. janúar næstkomandi. Um 100% starf er að ræða. Allar nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 437 0120 eða gegnum netfangið andabaer@borgarbyggd.is Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn inn starfskraftur með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggdar eru karlar jafnt sem …

Vinaliðadansinn á Degi gegn einelti

                            Allir nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi komu saman í íþróttahúsinu á föstudaginn að dansa Vinaliðadansinn. Þessi „gjörningur“ var framinn í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn var hátíðlegur um land allt. Um 340 manns dönsuðu vinaliðadansinn og settu trúlega „heimsmet í Borgarnesi“ en líklegt …

Sérkennari við Grunnskólann í Borgarnesi

Frá og með 2. janúar næstkomandi vantar sérkennara til starfa í unglingadeild við Grunnskólann í Borgarnesi. Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með 289 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn vinnur samkvæmt Uppbyggingarstefnunni, er Heilsueflandi grunnskóli og Grænfánaskóli. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Einkunnarorð skólans eru; sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. …

Gerður Kristný í Snorrastofu

Í kvöld, mánudaginn 11. nóvember kl. 20.30, flytur Gerður Kristný rithöfundur erindi í Bókhlöðu Snorrastofu, sem hún nefnir „Arfur er þarfur. Vangaveltur um Íslendingasögur skrifaðar á servíettu, kaffimál og kálfskinn.“ Að venju verða kaffiveitingar og umræður að fyrirlestri loknum. Allir velkomnir!