“Allt í plati” í Þinghamri

janúar 15, 2014
Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna frumsýnir á föstudag, kl. 20.30, barna- og fjölskylduleikritið „Allt í plati“ eftir Þröst Guðbjartsson. Þröstur, sem jafnframt er leikstjóri, skrifaði leikritið fyrir leikdeild Umf. Skallagríms árið 1990 og var það sýnt í gamla samkomuhúsinu í Borgarnesi við miklar vinsældir. Síðan hefur leikritið verið tekið til sýninga víðsvegar um landið hjá hinum ýmsu leikfélögum, skólum og leikdeildum. Sýnt er í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi.
Leikritið byggir á þekktum persónum úr leikritum úr ýmsum áttum með söng og tónlist. Leikhópurinn telur 13 manns og eru sum þeirra eru að stíga sín fyrstu skref í leiklistinni en aðrir hafa leikið áður. M.a fara fimm stúlkur úr elstu bekkjum Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi með hlutverk í leikritinu. Leikritið höfðar bæði til barna og fullorðinna og það ætti engum að leiðast á sýningunum í Þinghamri á Varmalandi.
Miðapantanir í síma 435 1355/824 1988.
 
 

Share: