Frá skáknefnd UMSB:
Sunnudaginn 26. janúar næstkomandi mun skáknefnd UMSB halda uppá skákdaginn með fjöltefli við Helga Ólafsson stórmeistara. Teflt verður í Hyrnutorgi og hefst taflmennskan kl. 14.00.
Við hvetjum alla til að mæta og taka eina skák við Helga, það er engin skráning og kostar ekkert.
Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn árið 2012 en hann er haldinn á afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar. Friðrik er talinn vera brautryðjandi í íslensku skáklífi og því viðeigandi að helga honum og framlagi hans til íslenskrar skáklistar þennan dag.