Lýsing fyrir deiliskipulagstillögu – Húsafell 6 og 7

janúar 21, 2014
Lýsing fyrir gerð tillögu vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafell 6 og 7, Borgarbyggð.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafell 6 og 7 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhugað er að afmarka 3,39 hektara lóð og staðsetja tvo byggingarreiti fyrir íbúðarhús.
Lýsingin liggur frammi í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 22. janúar 2014 til 5. febrúar 2014. Hún verður einnig til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi kl. 15.00, 5. febrúar 2014, annaðhvort í ráðhús Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is
 
Lýsinguna má skoða hér.
Borgarnesi 20. janúar 2014
Lulu Munk Andersen
Skipulags- og byggingarfulltrúi
 
 
 

Share: