Nýr skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær samþykkti sveitarstjórn samhljóða tillögu fræðslustjóra og sveitarstjóra um að ráða Signýju Óskarsdóttur sem skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi. Signý er búsett í Borgarnesi og hefur undanfarin ár starfað við Háskólann á Bifröst, fyrst sem gæðastjóri og nú sem kennslustjóri. Áður hafði hún meðal annars starfað í 6 ár sem kennari við Grunnskólann á Djúpavogi. Hún …

Lokaskýrslur til Menningarsjóðs Borgarbyggðar

Snemma árs veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2013 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Þeir styrkhafar sem ekki hafa sent inn eru minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt eða á netfangið embla@borgarbyggd.is  

Tannvernd í Klettaborg

Kristín Sigurðardóttir tannlæknir hefur nú skoðað öll börnin í Klettaborg og almennt er tannheilsa barnanna mjög góð. Hún gaf einnig foreldrum leiðbeiningar og góð ráð. Verið er að undirbúa tannburstun sem byrjað verður á um áramót, þá verða öll börnin í Klettaborg tannburstuð eftir hádegismat. Embætti landlæknis útvegar tannbursta og tannkrem, auk þess sem hægt er leita til þeirra með …

Foreldradagurinn 2013

Foreldradagur Heimilis og skóla var haldinn þriðja sinn og nú í Menntaskóla Borgarfjarðar, föstudaginn 22. nóvember. Yfirskrift dagsins var: „Komdu, ég þarf að hlusta á þig.“ (H.Þ.) HVERNIG GETA FORELDRAR UNNIÐ AÐ FORVÖRNUM OG STUÐLAÐ AÐ VELFERÐ BARNA? Markmiðið foreldradagsins er að bjóða upp á vandaða og gagnlega fræðslu fyrir foreldra. Boðið var upp á fræðsluerindi og málstofur um forvarnir …

Borgnesingar kepptu í Stíl 2013

Í haust var boðið upp á val sem hét Stíll í 9. og 10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi. Umsjón hafði Eva Lára Vilhjálmsdóttir kennari í textílmennt við skólann. Um var að ræða undirbúning fyrir þátttöku í Stíll 2013, hönnunarkeppni á vegum félagsmiðstöðva sem haldin var í Hörpu sl. laugardag. Þátttakendum í valinu var skipt í lið og þurfti hvert …

Dætur dalsins í Snorrastofu

„Dísa í Tungu og Odda á íþróttastað 1937“ _Bjarni ÁrnasonDætur dalsins er yfirskrift á fyrirlestri sem Óskar Guðmundsson flytur um konur úr Reykholtsdal, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20.30 í Snorrastofu. Hann mun fjalla þar um ævi og örlög tíu kvenna á tíu alda skeiði. Elsta konan er frá tíundu öld en flestar þeirra eru frá seinni hluta nítjándu aldar og …

Fjölmennur íbúafundur í Hjálmakletti

Fjölmenni var í gærkvöldi á íbúafundi um málefni háskólanna í Borgarbyggð. Ljóst er að íbúar hafa miklar áhyggjar af því hvert stefni varðandi skólana, en starfsemi þeirra hefur verið helsti vaxtabroddurinn í sveitarfélaginu undanfarin ár. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði fundinn og tók þátt í umræðum. Í lok fundarins var samþykkt ályktun sem sjá má hér fyrir neðan:   …

Auglýsing um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli.

Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna deiliskipulagstillögu fyrirverslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli í Borgarbyggð, sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin (sjá hér) var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 11. nóvember 2013 og á fundi sveitarstjórnar þann 14. nóvember 2013. Skipulagsáformin eru í samræmi viðaðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi …

Skýrsla um dreift háskólanám

Vífill Karlsson hagfræðingur og Magnús B. Jónsson ráðanautur hafa tekið saman skýrslu sem ber yfirskriftina „Hvers vegna ættum við að hafa marga háskóla og dreift háskólanám?“ Þar eru dregin saman helstu rök fyrir því mikilvægi að námsframboð á háskólastigi verði ekki einskorðað við einn eða fáa staði á landinu. Hér er hægt að sjá skýrsluna í heild.  

Hunda- og kattahreinsun 2013

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á Hvanneyri, Bifröst, Borgarnesi og Reykholti í næstu viku þ.e. 25. – 28. nóvember. Sjá hér auglýsingu.