Leikur að litum – sýning í Safnahúsi

febrúar 10, 2014
Laugardaginn 8. febrúar opnaði ný sýning í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar, málverkasýning frístundamálarans Jóhönnu L. Jónsdóttur. Jóhanna var forstöðukona Listasetursins Kirkjuhvols á Akranesi í mörg ár og átti mikinn þátt í uppbyggingu þess. Hún nam flísamálun hjá Tessera Designs í London á árunum 1986-1995 og stundaði nám við Myndlistaskóla Mosfellsbæjar árið 2010. Þetta er fjórða einkasýning Jóhönnu, en hún hefur auk þess tekið þátt í tveimur samsýningum.
 
Sýningin stendur til 11. mars og opið er kl. 13.00 – 18.00 alla virka daga. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Jóhanna er fædd á Akranesi 1951 og ólst þar upp. Hún tók meistarapróf í hárgreiðslu eftir hefðbundna skólagöngu og vann við það lengi en snéri sér síðan að gluggaútstillingum, með öðrum störfum, ásamt því að myndskreyta veggflísar fyrir flísaverslanir.

Share: