112 dagurinn – 2014

febrúar 10, 2014
Viðbragðsaðilar í Borgarfirði verða með sýningu á tækjum og búnaði þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16.00 og 18.00 við Nettó í Borgarnesi.
Rauði krossinn verður með kynningu á skyndihjálparappi RKÍ og býður fólki að taka skyndihjálparpróf á netinu.
Björgunarsveitirnar sýna búnað sinn.
Slökkviliðið og sjúkrabílar verða á staðnum.
Lögreglan sýnir tæki og búnað.
Allir eru hvattir til að koma og kíkja og fræðast um starf viðbragðsaðila í héraði.
 

Share: