Leikhópur nemendafélags MB frumsýndi söngleikurinn Grease sem í Hjálmakletti þann 7. febrúar síðastliðinn. Sýningin er hin besta skemmtun og hefur nú verið sýnd þrisvar fyrir fullu húsi. Næsta sýning verður fimmtudaginn 20. febrúar og hefst kl. 20.00. Sunnudaginn 23. febrúar verður sérstök barnasýning sem hefst kl. 16.00. Þá verða sýningar 25. og 27. febrúar og föstudaginn 28. verður svokölluð power …
Rúlluplastsöfnun 2014 – Umsóknarfrestur rennur út í dag
Minnt er á að umsóknarfrestur til að panta hirðingu á rúlluplasti fyrir árið 2014 rennur út í dag. Sjá hér eldri frétt og aulýsingu.
Val á þróttamanni Borgarfjarðar 2013
Fimmtudagskvöldið 20. febrúar næstkomandi verða tilkynnt úrslit í vali á íþróttamanni Borgarfjarðar 2013 í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Kl. 19.15 fer fram heimaleikur meistaraflokks Skallagríms og strax að honum loknum, um kl. 20.30, verður verðlaunaafhending þar sem lýst verður kjöri á íþróttamanni Borgarfjarðar árið 2013. Í ár eru verðlaunin í fyrsta sinn veitt sameiginlega af UMSB og Borgarbyggð og eru allir …
Bifrastarstyrkur Knattspyrnudeildar Skallagríms
Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrk Knattspyrnudeildar Skallagríms. Í Bifrastarstyrknum felst að skólagjöld við Háskólann eru felld niður gegn því að leikmaðurinn leiki knattspyrnu með meistaraflokki Skallagríms á samningstímanum, sem er eitt skólaár eða samkvæmt nánara samkomulagi. Á umsókninni þarf að koma fram starfsferill, námsferill og knattspyrnuferill auk annarra þátta sem umsækjandi telur mikilvægt að …
Fræðslukvöld í Hjálmakletti
Þriðjudagskvöldið 18. febrúar kl. 20.30 verður fræðslukvöld fyrir foreldra í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eftirtaldir aðilar verða með erindi, deila þekkingu sinni og svara spurningum foreldra: Með glimmer á rassinum Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar „Fáðu já“ deilir reynslu sinni af því að spjalla við þúsundir unglinga um klám, kynlíf, ofbeldi og internetið – og hvers vegna það …
Fréttabréf Borgarbyggðar – febrúar
Fréttabréf Borgarbyggðar, febrúar 2014, er nú komið á vefinn. Fréttabréfið má nálgast hér.
Leikskólinn Andabær – matráður
Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólanum Andabæ, Hvanneyri. Leikskólinn Andabær er heilsuleikskóli og þarf matráður að starfa í anda heilsustefnunnar. Helstu verkefni og ábyrgð: Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvinnu við leikskólastjóra. Auk þess sér matráður um þvotta. Hæfniskröfur: Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á …
Starfsfólk Uglukletts á faraldsfæti
Í gær var skipulagsdagur í Leikskólanum Uglukletti og starfsfólkið brunaði í höfuðborgina og skoðaði útideild frá Leikskólanum Víðivöllum sem staðsett er í Kaldárseli. Eftir hádegi var haldið í Laugardalinn á námskeið í útikennslu barna hjá Náttúruskóla Reykjavíkur. Lærdómsríkur og yndislegur dagur þar sem starfsfólk leikskólans fékk margar góðar hugmyndir til að þróa áfram í útikennslunni á Uglukletti.Myndin af hópnum er …
Menningarsjóður Borgarbyggðar – 2014-02-11
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast til Emblu …
112 dagurinn – 2014
Viðbragðsaðilar í Borgarfirði verða með sýningu á tækjum og búnaði þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16.00 og 18.00 við Nettó í Borgarnesi. Rauði krossinn verður með kynningu á skyndihjálparappi RKÍ og býður fólki að taka skyndihjálparpróf á netinu. Björgunarsveitirnar sýna búnað sinn. Slökkviliðið og sjúkrabílar verða á staðnum. Lögreglan sýnir tæki og búnað. Allir eru hvattir til að koma og kíkja …