Á dögunum komu góðir gestir frá Faxaflóahöfnum í heimsókn í Borgarnes. Gísli Gíslason hafnarstjóri var á ferð ásamt fríðu föruneyti og komu þeir siglandi á hafsögubátnum Þjóti. Starfsmenn Faxaflóahafna voru að kanna aðstæður á siglingaleiðinni inn að Borgarneshöfn og gekk siglingin ljómandi vel.
Á næstu þremur árum eru fyrirhugaðar töluverðar endurbætur á Borgarneshöfn sem fela í sér að öll aðstaða fyrir smábáta við höfnina verður mun betri. Undirbúningur framkvæmda hefst nú í sumar.