Viljayfirlýsing vegna náttúrubaða

maí 5, 2014
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Nýverið var undirriturð viljayfirlýsing um samstarf Borgarbyggðar og Kolbeins Magnússonar, fyrir hönd aðstandenda náttúrubaða í Brúarási, um samstarf um uppbyggingu náttúrubaða. Í yfirlýsingunni kemur fram að stefnt er að því að gera leigusamning milli eigenda Brúaráss og aðstandenda um að félagsheimilið verði hluti af mannvirkjum náttúrubaða. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að forsendur fyrir leigusamningi eru að húsið muni áfram gegna sínu hlutverki sem félagsheimili Hvítsíðinga og Hálssveitunga. Eigendur Brúaráss eru kvenfélögin í Hvítársíðu og Hálsaveit með 20% eignarhlut, búnaðarfélög Þverárþings og Hálsasveitar með 5% og Borgarbyggð sem á 75% hlut í húsinu.
Það er von aðila að böðin verði lyftistöng fyrir atvinnulíf og ferðaþjónustu í uppsveitum Borgarfjarðar, treysti búsetu og skapi ungu fólki tækifæri til framtíðar í heimasveit.
Yfirlýsinguna má lesa hér
 

Share: